Fréttayfirlit 4. febrúar 2021

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS

SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var hún velgjörðarmaður fjölmargra hjálparsamtaka og líknarfélaga. Hún gerði erfðaskrá og arfleiddi mörg hjálparsamtök að verulegum hluta sinna eigna.

Svanhildur var ógift og barnlaus en hún var mjög barngóð og fengu systrabörn hennar og afkomendur þeirra að njóta þess og átti hún gott og náið samband við þau. Svanhildur fæddist í Sandgerði 8. nóvember 1942 og bjó þar lengst af. Árið 2018 greindist hún með alzheimer og lést þann 4. ágúst 2020.

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi heiðrar minningu Svanhildar og vottar aðstandendum innilega samúð. Erfðagjöf Svanhildar verður ráðstafað að ósk hennar, í þágu bágstaddra barna.

Fréttir af erfðagjöfum til SOS
Erfðagjöf

Erfðagjöf

Erfðagjöf

Erfðagjafir hafa gert samtökunum kleift að hjálpa mun fleiri munaðarlausum og yfirgefnum börnum en ella. Sá sem gefur erfðagjöf tekur sjálfur ákvörðun um ráðstöfun eigna sinna í stað þess að eftirláta öðrum þá ákvörðun.

Nánar