Fréttayfirlit 2. desember 2025

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus


SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um að ræða ráðstöfun af erfðagjöf Baldvins Leifssonar.

Um sex til sjö börn fá heimili í hverju húsi ásamt SOS mæðrum sínum, samtals 18-21 barn í senn. Sum börnin munu búa þar í skemmri tíma, eða þar til tekist hefur að finna þeim önnur og hentugri umönnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Önnur mun eignast þarna framtíðarheimili út æskuárin.

Ráðgert er að kaupa húsin í janúar 2026 og að þau verði fullmönnuð næsta sumar, eftir að starfsfólk hefur verið ráðið og fengið viðeigandi þjálfun. Húsin eru ekki í hefðbundnum barnaþorpum heldur verða þau heimili SOS fjölskyldna inni í íbúðarhverfum.

SOS Barnaþorpin hafa starfað á Máritíus fyrir yfrgefin og munaðarlaus börn frá árinu 1992. Máritíus er eyríki á Indlandshafi, um 900 km austur af Madagaskar og um 2.000 km austan við meginland Afríku. SOS Barnaþorpin hafa starfað á Máritíus fyrir yfrgefin og munaðarlaus börn frá árinu 1992. Máritíus er eyríki á Indlandshafi, um 900 km austur af Madagaskar og um 2.000 km austan við meginland Afríku.

Erfðagjöf Baldvins heitins er sú stærsta í sögu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Eign­ir Bald­vins, sem var vél-, renni- og báta­smið­ur, námu 138 millj­ón­um króna en eft­ir að kostn­að­ur við dóms­mál, sem nam 5,5 millj­ón­um, og skipti dán­ar­bús, sem nam 4,6 millj­ón­um, var frá­dreg­inn reynd­ist arfupp­hæð­in til sam­tak­anna 128 millj­ón­ir króna.

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa áður ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf Baldvins til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...