Fréttayfirlit 2. desember 2025

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus


SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um að ræða ráðstöfun af erfðagjöf Baldvins Leifssonar.

Um sex til sjö börn fá heimili í hverju húsi ásamt SOS mæðrum sínum, samtals 18-21 barn í senn. Sum börnin munu búa þar í skemmri tíma, eða þar til tekist hefur að finna þeim önnur og hentugri umönnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Önnur mun eignast þarna framtíðarheimili út æskuárin.

Ráðgert er að kaupa húsin í janúar 2026 og að þau verði fullmönnuð næsta sumar, eftir að starfsfólk hefur verið ráðið og fengið viðeigandi þjálfun. Húsin eru ekki í hefðbundnum barnaþorpum heldur verða þau heimili SOS fjölskyldna inni í íbúðarhverfum.

SOS Barnaþorpin hafa starfað á Máritíus fyrir yfrgefin og munaðarlaus börn frá árinu 1992. Máritíus er eyríki á Indlandshafi, um 900 km austur af Madagaskar og um 2.000 km austan við meginland Afríku. SOS Barnaþorpin hafa starfað á Máritíus fyrir yfrgefin og munaðarlaus börn frá árinu 1992. Máritíus er eyríki á Indlandshafi, um 900 km austur af Madagaskar og um 2.000 km austan við meginland Afríku.

Erfðagjöf Baldvins heitins er sú stærsta í sögu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Eign­ir Bald­vins, sem var vél-, renni- og báta­smið­ur, námu 138 millj­ón­um króna en eft­ir að kostn­að­ur við dóms­mál, sem nam 5,5 millj­ón­um, og skipti dán­ar­bús, sem nam 4,6 millj­ón­um, var frá­dreg­inn reynd­ist arfupp­hæð­in til sam­tak­anna 128 millj­ón­ir króna.

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa áður ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf Baldvins til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda.

Nýlegar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...