Fréttayfirlit 1. júlí 2019

Dvalarheimili fyrir SOS mæður fjármagnað með íslenskri erfðagjöf



Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, Önnu Kristínu Ragnarsdóttur. Húsið hefur formlega verið afhent SOS Barnaþorpunum og var vígt á sunnudaginn, 30. júní. 

LESA NÁNAR UM ERFÐAGJAFIR

Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.

Framlag SOS á Íslandi í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.

10 fyrrverandi SOS mæður fá heimiliDvalarheimilið í Hojai

Án SOS mæðra væru ekki til nein SOS barnaþorp. Með þessu framlagi vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem þar fá heimili á efri árum sínum og sýna þeim mæðrum sem nú starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna.

Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.

Dvalarheimilið í Hojai

Flestir Íslendingar styrkja á Indlandi

32 SOS barnaþorp eru á Indlandi og í þeim yfir 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn í 443 SOS fjölskyldum. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.

Allar upplýsingar um fyrirkomulag erfðagjafa má nálgast hér á heimasíðu okkar.

Dvalarheimilið í Hojai

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...