Fréttayfirlit 23. október 2018

Dvalarheimili fyrir SOS mæður á eftirlaunum brátt tilbúið

Dvalarheimili fyrir SOS mæður á eftirlaunum brátt tilbúið

Framkvæmdir nálgast nú lokastig við byggingu heimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi sem til stendur að taka í notkun á næsta ári. Fyrir nokkrum árum arfleiddi Anna Kristín Ragnarsdóttir SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni og var hluta af andvirðinu ráðstafað í byggingu þessa heimilis eða 10 milljónum króna. Kostnaður við bygginguna er um 27 milljónir króna.

Með þessu framlagi vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem þar fá heimili á efri árum sínum og sýna þeim mæðrum sem nú starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna. Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.

32 SOS barnaþorp eru á Indlandi og í þeim 4,526 munaðarlaus og yfirgefin börn í 443 SOS fjölskyldum. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum og án SOS mæðra væru ekki til nein SOS barnaþorp.

Anna Kristín arfleiddi SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni. Anna Kristín arfleiddi SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni.

Erfðagjafir algengar

Undanfarin ár hafa SOS Barnaþorpunum á Íslandi borist nokkrar erfðagjafir frá einstaklingum sem áttu það sameiginlegt að eiga ekki afkomendur eða maka á lífi. Þetta kjósa þeir að gera í stað þess að eignir þeirra og ævisparnaður renni til ríkissjóðs eftir þeirra dag en það á við um eignir þeirra sem ekki eiga lögerfingja og hafa ekki gert erfðaskrá. Þau eru ófá börnin í SOS barnaþorpunum sem hafa notið góðs af slíkum gjöfum í gegnum árin.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.