Fréttayfirlit 23. október 2018

Dvalarheimili fyrir SOS mæður á eftirlaunum brátt tilbúið

Dvalarheimili fyrir SOS mæður á eftirlaunum brátt tilbúið


Framkvæmdir nálgast nú lokastig við byggingu heimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi sem til stendur að taka í notkun á næsta ári. Fyrir nokkrum árum arfleiddi Anna Kristín Ragnarsdóttir SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni og var hluta af andvirðinu ráðstafað í byggingu þessa heimilis eða 10 milljónum króna. Kostnaður við bygginguna er um 27 milljónir króna.

Með þessu framlagi vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem þar fá heimili á efri árum sínum og sýna þeim mæðrum sem nú starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna. Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.

32 SOS barnaþorp eru á Indlandi og í þeim 4,526 munaðarlaus og yfirgefin börn í 443 SOS fjölskyldum. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum og án SOS mæðra væru ekki til nein SOS barnaþorp.

Anna Kristín arfleiddi SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni. Anna Kristín arfleiddi SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni.

Erfðagjafir algengar

Undanfarin ár hafa SOS Barnaþorpunum á Íslandi borist nokkrar erfðagjafir frá einstaklingum sem áttu það sameiginlegt að eiga ekki afkomendur eða maka á lífi. Þetta kjósa þeir að gera í stað þess að eignir þeirra og ævisparnaður renni til ríkissjóðs eftir þeirra dag en það á við um eignir þeirra sem ekki eiga lögerfingja og hafa ekki gert erfðaskrá. Þau eru ófá börnin í SOS barnaþorpunum sem hafa notið góðs af slíkum gjöfum í gegnum árin.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.