Dvalarheimili fyrir SOS mæður á eftirlaunum brátt tilbúið

Framkvæmdir nálgast nú lokastig við byggingu heimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi sem til stendur að taka í notkun á næsta ári. Fyrir nokkrum árum arfleiddi Anna Kristín Ragnarsdóttir SOS Barnaþorpin að íbúð sinni á Spáni og var hluta af andvirðinu ráðstafað í byggingu þessa heimilis eða 10 milljónum króna. Kostnaður við bygginguna er um 27 milljónir króna.
Með þessu framlagi vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem þar fá heimili á efri árum sínum og sýna þeim mæðrum sem nú starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna. Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.
32 SOS barnaþorp eru á Indlandi og í þeim 4,526 munaðarlaus og yfirgefin börn í 443 SOS fjölskyldum. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum og án SOS mæðra væru ekki til nein SOS barnaþorp.

Erfðagjafir algengar
Undanfarin ár hafa SOS Barnaþorpunum á Íslandi borist nokkrar erfðagjafir frá einstaklingum sem áttu það sameiginlegt að eiga ekki afkomendur eða maka á lífi. Þetta kjósa þeir að gera í stað þess að eignir þeirra og ævisparnaður renni til ríkissjóðs eftir þeirra dag en það á við um eignir þeirra sem ekki eiga lögerfingja og hafa ekki gert erfðaskrá. Þau eru ófá börnin í SOS barnaþorpunum sem hafa notið góðs af slíkum gjöfum í gegnum árin.
Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...