500 þúsund til Aleppó

Sigurður Jónsson lést árið 2015, aðeins 43 ára gamall. SOS Barnaþorpin hafa fengið gjöf að upphæð 500.000 kr. úr sjóði Sigurðar Jónssonar (Sigga). Framlagið mun að öllu leyti styðja við uppbyggingu skóla í Aleppo, Sýrlandi, sem SOS Barnaþorpin koma að. Sigurði Jónssyni (Sigga) þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar vegna veikinda eða heimilisaðstæðna og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.
Við þökkum aðstandendum Sigurðar kærlega fyrir framlagið og megi minning hans lifa.

Nýlegar fréttir

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
Mannúðarástandið á Gasa í Palestínu hefur versnað hratt á síðustu dögum og SOS Barnaþorpin eru meðal hjálparsamtaka sem glíma við hindranir í starfi þar.

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
Rúmlega 500 manns sneru á dögunum aftur heim til sín með aðstoð SOS Barnaþorpanna í Súdan eftir á annað ár á vergangi. Þó þessir flutningar gefi fólki í landinu von er enn langt í land því innviðir la...