500 þúsund til Aleppó

Sigurður Jónsson lést árið 2015, aðeins 43 ára gamall. SOS Barnaþorpin hafa fengið gjöf að upphæð 500.000 kr. úr sjóði Sigurðar Jónssonar (Sigga). Framlagið mun að öllu leyti styðja við uppbyggingu skóla í Aleppo, Sýrlandi, sem SOS Barnaþorpin koma að. Sigurði Jónssyni (Sigga) þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar vegna veikinda eða heimilisaðstæðna og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.
Við þökkum aðstandendum Sigurðar kærlega fyrir framlagið og megi minning hans lifa.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...