500 þúsund til Aleppó
Sigurður Jónsson lést árið 2015, aðeins 43 ára gamall. SOS Barnaþorpin hafa fengið gjöf að upphæð 500.000 kr. úr sjóði Sigurðar Jónssonar (Sigga). Framlagið mun að öllu leyti styðja við uppbyggingu skóla í Aleppo, Sýrlandi, sem SOS Barnaþorpin koma að. Sigurði Jónssyni (Sigga) þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar vegna veikinda eða heimilisaðstæðna og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.
Við þökkum aðstandendum Sigurðar kærlega fyrir framlagið og megi minning hans lifa.
Hér er Siggi ásamt yngstu systkinum sínum (Sonju og Sindra). Siggi átti sex systkini. Þau eru Guðrún Hulda, Kristín, Linda, Eva Sif, Sonja og Sindri.
Nýlegar fréttir
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...