Yfir 25 þúsund Íslendingar styrktu SOS árið 2019
842 krónur af hverju þúsund króna framlagi
Heildarframlög og -tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2019 voru 667,3 milljónir króna. 84,2% af þeirri upphæð eru send úr landi í sjálft hjálparstarfið sem þýðir að umsýslukostnaður var aðeins 15,8% og er það, sem fyrr, vel innan viðmiða okkar. Þetta þýðir að 842 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi skila sér til styrkþega okkar.
Í fátækari ríkjum heims geta 1.000 krónur verið mjög há upphæð og þar af leiðandi vitum við að framlög okkar Íslendinga margfaldast í starfinu í þessum ríkjum.
Mánaðarlegum styrktaraðilum fækkaði
Þrátt fyrir að heildarframlög hafi hækkað um 6,4% milli ára þá fækkaði mánaðarlegum styrktaraðilum um 4% eða 371. Þessi hækkun tekna stafar af auknu opinberu framlagi til verkefna en SOS Barnaþorpin tóku að sér fjögur verkefni með styrk frá utanríkisráðuneytinu.
Yfir 25 þúsund Íslendingar
Alls 25.245 Íslendingar styrktu samtökin á árinu og þar af rúmlega 10.500 manns mánaðarlega. Sem fyrr voru stök framlög eins og valkröfur stór hluti heildarframlaga auk annarra stakra, frjálsra framlaga.
Mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi voru yfir 10.500 talsins.
Ársskýrsla og ársreikningur SOS á Íslandi
Þetta og fleira úr rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi má lesa um í ársskýrslunni og ársreikningnum sem eru aðgengileg á fjármálasvæðinu á heimasíðunni.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Kæru Íslendingar, innilegar þakkir fyrir þennan dýrmæta stuðning. Hann gerir okkur kleift að veita yfirgefnum og munaðarlausum börnum ástríka fjölskyldu, heimili og menntun og jafnframt að aðstoða barnafjölskyldur í sárafátækt og koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra.
Nýlegar fréttir
SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.