Fjármál

Hér má sjá upplýsingar um framlög styrktaraðila SOS Barnaþorpanna á Íslandi og það hlutfall af fjármagni sem fer beint til styrkþega. Það sem eftir verður er varið í fjáröflun, umsýslu og eftirlit hér heima og á alþjóðavísu.

Sjá einnig: Grein fjármálastjóra SOS um fjármál samtakanna 2023. Ársskýrslur og ársreikninga er að finna hér neðst.

SOS-foreldrar

SOS-foreldrar barna greiða minnst 3.900.- á mánuði. Sú upphæð nýtist í grunnþarfir barnsins, fæði, klæði, menntun, heilsugæslu og fleira. 85% upphæðarinnar renna óskipt til styrkþega. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.

Peningagjafir frá SOS-foreldrum renna óskiptar til styrktarbarnsins á framtíðarreikning barnsins.

SOS-foreldrar „allra barna“ greiða minnst 4.500:- á mánuði sem varið er í dag­leg­an rekst­ur þorps­ins svo tryggja megi ör­yggi og vel­ferð þeirra barna sem þar búa. Þeir styrkja uppbyggingu, viðhald og almenna starfsemi barnaþorps. 85% upphæðarinnar renna óskipt til þorpsins. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.

Fjölskylduvinir

Fjölskylduvinir greiða upphæð að eigin vali frá 1.500 krónum og upp úr sem fer í verkefni SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fjölskyldueflingu erlendis. Að lágmarki 80% upphæðarinnar renna óskipt til verkefna. Að hámarki 20% framlagsins er nýtt í þjónustu við fjölskylduvini og öflun nýrra.

Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni sem gengur út á að aðstoða sárafátækar fjölskyldur í leið sinni að sjálfbærni og sjálfstæði. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.

Frjáls framlög

SOS á Íslandi fær ýmsar gjafir og staka styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það fjármagn hefur verið nýtt í erlend verkefni, rekstur skrifstofunnar hér heima og öflun nýrra styrktaraðila. Að lágmarki 80% frjálsra framlaga er ráðstafað í sjálft hjálparstarfið.

Opinber framlög

Opinber framlög til félagsins renna í þróunarverkefni erlendis. Af hverjum verkefnastyrk frá hinu opinbera leggur SOS á Íslandi til mótframlag. Því rennur allur styrkur hins opinbera auk framlags frá SOS Barnaþorpunum til verkefnanna.

Sjóðir félagsins

Allt fjármagn sem SOS á Íslandi hefur í sinni vörslu er geymt hjá fjármálastofnun í innlánum eða hjá skráðum verðbréfasjóðum. 

Öryggi

SOS Barnaþorpin hafa þróað innra eftirlitskerfi sem eykur mjög á öryggi í fjármálum samtakanna. Þá er það skýr stefna SOS Barnaþorpanna að hvers konar spilling og óreiða verði aldrei liðin.

Hér á Íslandi hefur SOS kappakostað að hafa gagnsætt bókhald og örugg fjármál með ýmsum leiðum.

Endurskoðaður ársreikningur

Ársreikningur félagsins er endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og staðfestur með undirskrift hans. Ársreikningur er birtur á heimasíðu félagsins eins fljótt og unnt er eftir aðalfund.

Aðgreining starfa

SOS Barnaþorpin hafa aðgreiningu á milli verkþátta sem snýr að fjármálum. Allir reikningar eru samþykktir og sá sem greiðir reikninga færir ekki bókhald og sér ekki um afstemmingu á bankareikningum. Bókari hefur ekki millifærsluheimild í banka eða prókúru á hendur félaginu.

Einn reikningur fyrir félagið

SOS Barnaþorpin á Íslandi reka ekki önnur dótturfélög eða systrafélög sem taka þátt í kostnaði eða tekjum starfsins. Öll innkoma í nafni SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur inn á kennitölu félagins, sem verið hefur sú sama frá upphafi árið 1989.