SOS-foreldrar barna greiða minnst 3.900.- á mánuði. Sú upphæð nýtist í grunnþarfir barnsins, fæði, klæði, menntun, heilsugæslu og fleira. 85% upphæðarinnar renna óskipt til styrkþega. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.
Peningagjafir frá SOS-foreldrum renna óskiptar til styrktarbarnsins á framtíðarreikning barnsins.
SOS-foreldrar „allra barna“ greiða minnst 4.500:- á mánuði sem varið er í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Þeir styrkja uppbyggingu, viðhald og almenna starfsemi barnaþorps. 85% upphæðarinnar renna óskipt til þorpsins. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.