Fréttayfirlit 26. október 2015

Viltu gefa styrktarbarni þínu gjöf inn á framtíðarreikning?

Viltu gefa styrktarbarni þínu gjöf inn á framtíðarreikning?


Styrktarforeldrar fá senda svokallaða gjafaseðla næstu daga en sá er ætlaður til að minna styrktarforeldra á möguleikann að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning.

Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en þú ákveður sjálf/sjálfur upphæðina hverju sinni. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.

Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning í viðkomandi landi á nafni barnsins og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf frá skrifstofu SOS Barnaþorpanna þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.

Um er að ræða frábæra leið til að auka möguleika barnsins þíns enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Ef þú vilt gefa styrktarbarninu þínu peningagjöf, vinsamlegast leggðu þá inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...