Vertu með í fjölskylduviðurkenningu SOS á Íslandi
Hver eða hverjir finnst þér eiga skilið að hljóta Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna 2019? Viðurkenningin verður afhent fjórða árið í röð á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí n.k. Í fyrra heiðraði SOS kennara fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Með viðurkenningunni viljum við heiðra þá einstaklinga, hópa, fyrirtæki eða samtök sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi.
Valnefndin hefur tekið til starfa og í ár viljum við bjóða ykkur styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna að velja með okkur þá aðila eða samtök sem koma til greina í valinu. Endilega sendið okkur ykkar tillögur á netfangið sos@sos.is eða í skilaboðum á Facebook síðu okkar.
Frestur ábendinga rennur út föstudaginn 8. mars. Endilega verið með!
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...