Vertu með í fjölskylduviðurkenningu SOS á Íslandi
Hver eða hverjir finnst þér eiga skilið að hljóta Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna 2019? Viðurkenningin verður afhent fjórða árið í röð á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí n.k. Í fyrra heiðraði SOS kennara fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Með viðurkenningunni viljum við heiðra þá einstaklinga, hópa, fyrirtæki eða samtök sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi.
Valnefndin hefur tekið til starfa og í ár viljum við bjóða ykkur styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna að velja með okkur þá aðila eða samtök sem koma til greina í valinu. Endilega sendið okkur ykkar tillögur á netfangið sos@sos.is eða í skilaboðum á Facebook síðu okkar.
Frestur ábendinga rennur út föstudaginn 8. mars. Endilega verið með!
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...