Fréttayfirlit 28. febrúar 2019

Vertu með í fjölskylduviðurkenningu SOS á Íslandi

Hver eða hverjir finnst þér eiga skilið að hljóta Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna 2019? Viðurkenningin verður afhent fjórða árið í röð á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí n.k. Í fyrra heiðraði SOS kennara fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Með viðurkenningunni viljum við heiðra þá einstaklinga, hópa, fyrirtæki eða samtök sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi.

Valnefndin hefur tekið til starfa og í ár viljum við bjóða ykkur styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna að velja með okkur þá aðila eða samtök sem koma til greina í valinu. Endilega sendið okkur ykkar tillögur á netfangið sos@sos.is eða í skilaboðum á Facebook síðu okkar.

Frestur ábendinga rennur út föstudaginn 8. mars. Endilega verið með!

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.