Fréttayfirlit 14. september 2020

Var innheimt tvöfalt af kortinu þínu?



Kerfisvilla varð til þess að innheimt var tvöföld upphæð hjá sumum mánaðarlegum styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi í dag, mánudaginn 14. september. Þetta á við um styrktarforeldra, barnaþorpsvini og fjölskylduvini sem greiða með kreditkortum frá Mastercard. Unnið er að leiðréttingu og verður aukarukkunin bakfærð fljótlega, vonandi í dag. Endurgreiðsluferlið ætti vonandi ekki að taka fleiri en einn til tvo daga.

Við vorum að taka í notkun nýtt tölvukerfi hér á skrifstofunni okkar sem á að bæta þjónustu við styrktaraðila. Þetta var því ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir svo fall er vonandi fararheill í þessu tilfelli.

Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum viðkomandi styrktaraðila um að láta okkur vita ef endurgreiðslan dregst á langinn.

Með kærri kveðju og þökk fyrir stuðninginn,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...