Fréttayfirlit 14. september 2020

Var innheimt tvöfalt af kortinu þínu?



Kerfisvilla varð til þess að innheimt var tvöföld upphæð hjá sumum mánaðarlegum styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi í dag, mánudaginn 14. september. Þetta á við um styrktarforeldra, barnaþorpsvini og fjölskylduvini sem greiða með kreditkortum frá Mastercard. Unnið er að leiðréttingu og verður aukarukkunin bakfærð fljótlega, vonandi í dag. Endurgreiðsluferlið ætti vonandi ekki að taka fleiri en einn til tvo daga.

Við vorum að taka í notkun nýtt tölvukerfi hér á skrifstofunni okkar sem á að bæta þjónustu við styrktaraðila. Þetta var því ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir svo fall er vonandi fararheill í þessu tilfelli.

Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum viðkomandi styrktaraðila um að láta okkur vita ef endurgreiðslan dregst á langinn.

Með kærri kveðju og þökk fyrir stuðninginn,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...