Fréttayfirlit 7. desember 2018

Valdi börnin frekar en nýjan bíl



SOS Barnaþorpunum barst í vikunni höfðingleg gjöf frá Pálmari Ragnarssyni, 600.000 krónur sem renna til SOS Barnaþorpanna í Mexíkó. Pálmar var á tveggja mánaða ferðalagi um Mexíkó þar sem hann varð vitni að mikilli fátækt. Úr varð að Pálmar ákvað að gefa eina milljón króna til SOS Barnaþorpanna og Barnaheilla og fer upphæðin í hjálparstarf fyrir munaðarlaus börn í Mexíkó.

„Það er svo rosalegur munur á því hvernig við höfum það hér á Íslandi miðað við í Mexíkó. Ég var í stöðu til að gera eitthvað í málunum og sá að þarna get ég gert eitthvað sem skiptir máli.“

Pálmar sem er 34 ára fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hafði verið í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýjan bíl því bíllinn hans er orðinn 11 ára gamall. „En nú þegar ég sé hlutina í öðru samhengi þá dugir þessi bíll mér alveg. Það eru aðrir sem þurfa meira á peningnum að halda. Ég vil frekar bæta aðstæður munaðarlausra barna í Mexíkó.“

Við hjá SOS Barnaþorpunum þökkum Pálmari innilega fyrir þessa óeigingjörnu, hjartahlýju og höfðinglegu gjöf.

Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi, tók við gjöfinni frá Pálmari. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi, tók við gjöfinni frá Pálmari.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...