Fréttayfirlit 13. janúar 2016

Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni SOS



Utanríkisráðuneyti Íslands og SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað samninga vegna styrkja ráðuneytisins til nokkurra verkefna samtakanna. Heildarupphæð styrkjanna er um 42 milljónir króna.

Verkefnin sem um ræðir eru:

Fjölskylduefling í Gíneu Bissá: kr. 15.751.219. Þetta verkefni hefur staðið í nokkur ár og notið stuðnings ráðuneytisins frá upphafi. Þetta ár er lokaár verkefnisins og er markmiðið að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar. Auk framlags ráðuneytisins er verkefnið fjármagnað með stuðningi íslenskra Skjólvina.

Hagkvæmniathugun í Eþíópíu: kr. 1.614.400. Gerð er ítarleg athugun á aðstæðum fátækustu barnafjölskyldnanna á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu með það fyrir augum að hefja þar Fjölskyldueflingu ef þörfin reynist aðkallandi.

Neyðaraðstoð í Nepal: kr. 9.975.000. Um er að ræða framlag til þeirrar neyðaraðstoðar og uppbyggingar sem SOS Barnaþorpin standa fyrir í Nepal í kjölfar jarðskjálftans þar á síðasta ári.

Flóttamannaaðstoð í Serbíu: kr. 15.000.000. Um er að ræða aðstoð við flóttafólk, einkum sýrlensk börn sem komið hafa til Serbíu án foreldra.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa um árabil átt gott samstarf við utanríkisráðuneytið og tekið við fjölda styrkja til hinna ýmsu verkefna til hjálpar börnum víða um heim, einkum þó í þróunarlöndum. Móttaka slíkra styrkja leggur ríkar skyldur á herðar SOS og kallar m.a. á eftirlit, upplýsingagjöf og skýrslur. Sem dæmi má nefna að þegar verkefni okkar í Gíneu Bissá lýkur í lok þessa árs verður fenginn óháður fagaðili til að gera úttekt á verkefninu og meta árangur þess.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...