Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni SOS
Utanríkisráðuneyti Íslands og SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað samninga vegna styrkja ráðuneytisins til nokkurra verkefna samtakanna. Heildarupphæð styrkjanna er um 42 milljónir króna.
Verkefnin sem um ræðir eru:
Fjölskylduefling í Gíneu Bissá: kr. 15.751.219. Þetta verkefni hefur staðið í nokkur ár og notið stuðnings ráðuneytisins frá upphafi. Þetta ár er lokaár verkefnisins og er markmiðið að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar. Auk framlags ráðuneytisins er verkefnið fjármagnað með stuðningi íslenskra Skjólvina.
Hagkvæmniathugun í Eþíópíu: kr. 1.614.400. Gerð er ítarleg athugun á aðstæðum fátækustu barnafjölskyldnanna á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu með það fyrir augum að hefja þar Fjölskyldueflingu ef þörfin reynist aðkallandi.
Neyðaraðstoð í Nepal: kr. 9.975.000. Um er að ræða framlag til þeirrar neyðaraðstoðar og uppbyggingar sem SOS Barnaþorpin standa fyrir í Nepal í kjölfar jarðskjálftans þar á síðasta ári.
Flóttamannaaðstoð í Serbíu: kr. 15.000.000. Um er að ræða aðstoð við flóttafólk, einkum sýrlensk börn sem komið hafa til Serbíu án foreldra.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa um árabil átt gott samstarf við utanríkisráðuneytið og tekið við fjölda styrkja til hinna ýmsu verkefna til hjálpar börnum víða um heim, einkum þó í þróunarlöndum. Móttaka slíkra styrkja leggur ríkar skyldur á herðar SOS og kallar m.a. á eftirlit, upplýsingagjöf og skýrslur. Sem dæmi má nefna að þegar verkefni okkar í Gíneu Bissá lýkur í lok þessa árs verður fenginn óháður fagaðili til að gera úttekt á verkefninu og meta árangur þess.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...