Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu
Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Eþíópíu. Styrkurinn hljóðar upp á 12.5 milljónir og mótframlag SOS á Íslandi er 700 þúsund. Því fara 13.2 milljónir frá Íslandi til verkefna SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.
Tíu milljónir manna eru á barmi hungursneyðar vegna þurrka í Eþíópíu en veðurfyrirbrigðið El Niño veldur þurrkunum. Regntímabilin tvö árið 2015 brugðust, en um 85% þjóðarinnar vinnur við landbúnað og er því háð regninu. Undanfarið hafa mikil flóð ollið landinu enn meiri skaða. Talið er að um 400 þúsund íbúar í landinu séu verulega vannærðir, uppskera er engin og búfénaður drepst. Athygli heimsins var á landinu vegna hungursneyðar á níunda áratug síðustu aldar en þá létust hundruð þúsunda
Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna felur meðal annars í sér eftirfarandi:
- Matargjafir til 4 þúsund barna og foreldra þeirra
- Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Rúm og eldhúsáhöld fyrir 2.500 manns
- Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
- Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...