Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu
Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Eþíópíu. Styrkurinn hljóðar upp á 12.5 milljónir og mótframlag SOS á Íslandi er 700 þúsund. Því fara 13.2 milljónir frá Íslandi til verkefna SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.
Tíu milljónir manna eru á barmi hungursneyðar vegna þurrka í Eþíópíu en veðurfyrirbrigðið El Niño veldur þurrkunum. Regntímabilin tvö árið 2015 brugðust, en um 85% þjóðarinnar vinnur við landbúnað og er því háð regninu. Undanfarið hafa mikil flóð ollið landinu enn meiri skaða. Talið er að um 400 þúsund íbúar í landinu séu verulega vannærðir, uppskera er engin og búfénaður drepst. Athygli heimsins var á landinu vegna hungursneyðar á níunda áratug síðustu aldar en þá létust hundruð þúsunda
Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna felur meðal annars í sér eftirfarandi:
- Matargjafir til 4 þúsund barna og foreldra þeirra
- Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Rúm og eldhúsáhöld fyrir 2.500 manns
- Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
- Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.