Fréttayfirlit 23. júní 2016

Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu



Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Eþíópíu. Styrkurinn hljóðar upp á 12.5 milljónir og mótframlag SOS á Íslandi er 700 þúsund. Því fara 13.2 milljónir frá Íslandi til verkefna SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.

Tíu milljónir manna eru á barmi hungursneyðar vegna þurrka í Eþíópíu en veðurfyrirbrigðið El Niño veldur þurrkunum. Regntímabilin tvö árið 2015 brugðust, en um 85% þjóðarinnar vinnur við landbúnað og er því háð regninu. Undanfarið hafa mikil flóð ollið landinu enn meiri skaða. Talið er að um 400 þúsund íbúar í landinu séu verulega vannærðir, uppskera er engin og búfénaður drepst. Athygli heimsins var á landinu vegna hungursneyðar á níunda áratug síðustu aldar en þá létust hundruð þúsunda

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna felur meðal annars í sér eftirfarandi:

  • Matargjafir til 4 þúsund barna og foreldra þeirra
  • Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
  • Rúm og eldhúsáhöld fyrir 2.500 manns
  • Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
  • Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
  • Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...