Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónum króna og verður þeim varið í þróunarsamvinnuverkefni, mannúðaraðstoð og kynningar- og fræðsluverkefni.
Samningurinn kveður jafnframt á um mótframlag í hvert verkefni frá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Verkefni SOS sem verða styrkt á þessu ári með þessum fjármunum eru fjölskylduefling í Malaví, Rúanda, Eþíópíu og Úganda auk verkefnis okkar sem vinnur gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó. Einnig verður fjármunum varið í mannúðarverkefni SOS síðar á árinu.
SOS Barnaþorpin eru ein af fjórum félagasamtökum á Íslandi sem stóðust formkröfur fyrir rammasamningana. Hin samtökin eru Rauði krossinn, Hjálparstarf kirkjunnar og Barnaheill – Save the Children. Ragnar Schram framkvæmdastjóri skrifaði undir samninginn við utanríkisráðherra fyrir hönd SOS Barnaþorpanna.
Frá vinstri: Sólrún María Ólafsdóttir (RKÍ), Ósk Sturludóttir (UTN), Ragnar Schram (SOS Barnaþorpin), Kristín Ólafsdóttir (Hjálparstarf kirkjunnar), Bjarni Gíslason (Hjálparstarf kirkjunnar), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (utanríkisráðherra), Tótla Sæmundsdóttir (Barnaheill), Silja Bára Ómarsdóttir (RKÍ), Kolbrún Pálsdóttir (Barnaheill), Pálína B. Matthíasdóttir (UTN), Gísli Rafn Ólafsson (RKÍ), Kolbeinn Arnarson (UTN). - Myndir: Utanríkisráðuneytið.
Til marks um traust og gott samstarf
Rammasamningar styrkja starf íslenskra félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, auka fyrirsjáanleika og gera þeim kleift að skipuleggja starfið til lengri tíma. Samningarnir styðja við gildi íslenskrar þróunarsamvinnu: útrýmingu fátæktar, mannréttindi, jafnrétti kynjanna og aukið viðnámsþol samfélaga.
Þessir samningar eru til marks um það traust og góða samstarf sem utanríkisráðuneytið hefur átt við félagasamtök í þróunarsamvinnu. Það er í dag mikilvægara en nokkur sinni fyrr að við stöndum vörð um mannréttindi og okkar áherslur í þróunarsamvinnu. Því er svo mikilvægt að við vinnum saman og við sjáum fram á náið samstarf næstu fjögur árin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra
Sjá nánar á vef Utanríkisráðuneytisins.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...