Fréttayfirlit 28. apríl 2016

Ulla Magnússon hættir sem formaður



Ulla stofnaði samtökin ásamt fleirum hér á landi í lok níunda áratugarins og mörg fyrstu árin sinnti hún þessu hlutverki í sjálfboðavinnu. Þá var hún fyrsti framkvæmdastjóri samtakanna og gegndi því hlutverki til ársins 2010.

Í dag standa SOS Barnaþorpin styrkum fótum og reksturinn er góður. Kostnaði hefur ávallt verið haldið í lágmarki svo hægt sé að senda sem mest til barnanna. Þúsundir foreldralausra barna njóta stuðnings íslenskra styrktarforeldra og hafa fengið nýtt tækifæri í lífinu. Enginn skyldi velkjast í vafa um það að sá sterki grunnur sem samtökin nú byggja á er að mestu afrakstur Ullu.

Nánar er farið yfir upphafið og störf Ullu í nýju fréttablaði SOS Barnaþorpanna sem dreift verður til styrktaraðila á næstu dögum.

Færum við Ullu Magnússon okkar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu munaðarlausra og yfirgefinna barna um allan heim.

Við formennsku í stjórn samtakanna hefur nú tekið Kristján Þ. Davíðsson. Aðrir í stjórn eru Garðar Ingvarsson og María F. Rúriksdóttir. Varamenn eru Ólafur Örn Ingólfsson og Hildur Hörn Daðadóttir.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...