Fréttayfirlit 3. júlí 2024

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið


Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert styrktarbarn og áður var fjöldinn takmarkaður við eitt SOS-foreldri frá Íslandi á hvert barn.

SOS-foreldrar greiða kr. 3.900 á mánuði fyrir að styrkja stakt barn en þeir sem velja að styrkja „öll börn í barnaþorpi“ greiða 4.500 krónur. SOS Barnaþorpin vanda til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega umönnun. Á það við um húsnæði, menntun og annað í lífi barnanna. Framfærslukostnaður eins barns er nokkuð hærri en kr. 3.900 og því þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni.

Alls eru tæplega 9.800 SOS-foreldrar á Íslandi að styrkja börn í SOS barnaþorpum í 107 löndum. Langflestir styrkja stök börn, sumir styrkja „öll börnin“ í einu tilteknu barnaþorpi og sumir velja að styrkja eftir báðum þessum leiðum. Í dag eru stök styrktarbörn Íslendinga 8.865 talsins.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...