Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert styrktarbarn og áður var fjöldinn takmarkaður við eitt SOS-foreldri frá Íslandi á hvert barn.
SOS-foreldrar greiða kr. 3.900 á mánuði fyrir að styrkja stakt barn en þeir sem velja að styrkja „öll börn í barnaþorpi“ greiða 4.500 krónur. SOS Barnaþorpin vanda til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega umönnun. Á það við um húsnæði, menntun og annað í lífi barnanna. Framfærslukostnaður eins barns er nokkuð hærri en kr. 3.900 og því þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni.
Alls eru tæplega 9.800 SOS-foreldrar á Íslandi að styrkja börn í SOS barnaþorpum í 107 löndum. Langflestir styrkja stök börn, sumir styrkja „öll börnin“ í einu tilteknu barnaþorpi og sumir velja að styrkja eftir báðum þessum leiðum. Í dag eru stök styrktarbörn Íslendinga 8.865 talsins.
Nýlegar fréttir
Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...
Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...