27. júlí 2015
Tvær milljónir til Mið-Afríkulýðveldisins
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Mið-Afríkulýðveldinu en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð í landinu síðustu tvö ár. Neyðin verður sífellt meiri eftir að borgarastyrjöld braust út í landinu í byrjun árs 2013. Skelfileg mannréttindabrot og aukin útbreiðsla sjúkdóma eru fylgifiskar hina blóðugu átaka og verða börnin í landinu því miður verst úti.
Megin áhersla samtakanna er aðstoð við munaðarlaus og yfirgefin börn ásamt þeim börnum sem eru í hættu á að verða það en helstu þættir neyðaraðstoðarinnar eru matarúthlutun, barnavernd, menntun, heilbrigðisþjónusta, endurbætur á heimilum og bygging nýrra, sameining fjölskyldna og áfallahjálp ásamt annarri sérfræðiaðstoð. Þá er ekki óvanalegt í aðstæðum sem þessum að SOS Barnaþorpin taki að sér börn sem misst hafa foreldra sína og er engin breyting á því nú. Fjöldi barna hefur fengið nýtt heimili í SOS Barnaþorpum síðan átökin hófust.
Talið er að 2,7 milljónir manna í Mið-Afríkulýðveldinu vanti aðstoð, þar af 1,3 milljónir barna. Þá hefur tæp hálf milljón þurft að flýja heimili sín undanfarin tvö ár og óttast er að 15% barna undir 18 ára aldri þjáist af vannæringu. Mið-Afríkulýðveldið er eitt af ólýðræðislegustu ríkjum heims og í fyrra féllu þar yfir 5.000 manns í átökum.
Söfnun vegna neyðarinnar í Mið-Afríkulýðveldinu er hafin meðal styrktaraðila SOS á Íslandi og þá gefst hlaupurum í Reykjavíkurmarmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar málefninu. Einnig er hægt að styrkja neyðaraðstoðina með því að leggja inn á reikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi: 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni M-Afríka.
Nýlegar fréttir
22. okt. 2025
Almennar fréttir
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...
15. okt. 2025
Fjölskylduefling
Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...