Fréttayfirlit 29. apríl 2015

Tombóla í Lýsuhólsskóla



Krakkarnir í Lýsuhólsskóla stóðu fyrir tombólu á dögunum til styrktar SOS Barnaþorpunum. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1. til 10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla en skólinn er staðsettur í Staðarsveit.

Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 46.000 krónum. SOS Barnaþorpin eru einstaklega þakklát fyrir framlagið, sér í lagi þegar tekið er tillit til fjölda barna í Lýsuhólsskóla en hann er svipaður og í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu.

Kærar þakkir!

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...