Tombóla á Menningarnótt
Á Menningarnótt tók Benedikt Þórisson sig til og hélt tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum. Þetta er í sjöunda skipti sem Benedikt heldur fjáröflun á Menningarnótt en áður hefur yngri bróðir hans, Bjartur, verið með. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess og rennur ágóðinn til barnaþorpsins sem Asif býr í.
Benedikt safnaði 8.200 krónum í ár og þakka SOS Barnaþorpin honum kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.