Fréttayfirlit 1. september 2015

Tombóla á Menningarnótt



Á Menningarnótt tóku bræðurnir Benedikt og Bjartur sig til og héldu tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum en þetta er í fimmta skipti sem þeir halda slíka fjáröflun á Menningarnótt. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess. Þeir ákváðu því að láta ágóðann renna sérstaklega til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Með smávægilegri hjálp foreldra sinna undirbjuggu Benedikt og Bjartur tombóluna og stóðu svo við söluborð sitt á horni Skólavörðustígs og Eiríksgötu. Benedikt sem er 8 ára og Bjartur sem er 6 ára seldu grimmt og söfnuðu hvorki meira né minna en 20.000 krónum. 

SOS Barnaþorpin þakka bræðrunum kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...