Fréttayfirlit 1. september 2015

Tombóla á Menningarnótt



Á Menningarnótt tóku bræðurnir Benedikt og Bjartur sig til og héldu tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum en þetta er í fimmta skipti sem þeir halda slíka fjáröflun á Menningarnótt. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess. Þeir ákváðu því að láta ágóðann renna sérstaklega til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Með smávægilegri hjálp foreldra sinna undirbjuggu Benedikt og Bjartur tombóluna og stóðu svo við söluborð sitt á horni Skólavörðustígs og Eiríksgötu. Benedikt sem er 8 ára og Bjartur sem er 6 ára seldu grimmt og söfnuðu hvorki meira né minna en 20.000 krónum. 

SOS Barnaþorpin þakka bræðrunum kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...