Fréttayfirlit 5. apríl 2017

Tíu milljónir í neyðaraðstoð SOS í Írak



SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað tíu milljónum króna í neyðaraðstoð samtakanna í Írak en í verkefninu er áhersla lögð á aðstoð við barnafjölskyldur á flótta. Aðstoðin beinist sérstaklega að börnum, ungmennum og konum en einnig hafa munaðarlaus börn fengið ný heimili í SOS Barnaþorpum í landinu.

Helstu verkefni neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna í Írak eru:

-Áfalla- og sálfræðimeðferð

-Fjárhagsleg aðstoð

-Barnvæn svæði þar sem börn geta leikið sér við önnur börn, fengið að borða og tekið þátt í verkefnum á vegum SOS. Einnig hafa samtökin komið upp samfélagsmiðstöðvum fyrir foreldra þar sem þeir geta sótt námskeið, hlustað á tónlisti eða spjallað við aðra foreldra.

-Fræðsla á mannréttindum. Það verkefni er sérstaklega miðað við konur og börn af Jasída trúarhópnum.

Önnur verkefni neyðaraðstoðarinnar eru dreifing matvæla, heilbrigðisþjónusta, lögfræðiaðstoð, sameining fjölskyldna og menntun.

Árið 2014 náði Íslamska ríkið yfirráðum yfir stórum hluta Íraks sem hefur síðan þá valdið mikilli neyð. Fólksflótti hefur aukist gríðarlega en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru tíu milljónir manna í þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu. Í Mósúl er ástandið hve verst en á undanförnum mánuðum hefur Íraksher herjað á höfuðvígi Íslamska ríkisins í Mósúl, sem hefur valdið miklu mannfalli meðal almennings.

Fólk af Jasída trúarhópnum er í mikilli hættu þar sem hópurinn hef­ur orðið skot­spónn víga­mann­anna. Ekki er ljóst hve marg­ir Jasíd­ar búa nú í Írak, þó eitthvað um 500 þúsund, flest­ir í litl­um, af­skekkt­um þorp­um. Ásamt því að verða fyrir pyntingum, kynferðisglæpum og öðru ofbeldi hafa marg­ir Jasídar dáið úr hungri og þorsta á flótta.

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...