Fréttayfirlit 21. febrúar 2018

Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS



SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.

Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Þetta er í þriðja sinn sem Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna verður afhent. Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...