Fréttayfirlit 1. mars 2017

Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS



SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.

Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í fyrsta skipti á síðasta ári. Þá fékk Miðstöð foreldra og barna viðurkenninguna fyrir að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar ungbarna og foreldra þeirra.

Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.