Tilkynning vegna netárásar
Netárás var gerð á tölvukerfi alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna 18. september sl. án þess að alvarlegur skaði hlytist af. Viðbragðsáætlun samtakanna var strax sett í gang og gagnráðstafnir gerðar, svo sem að tilkynna öllum viðeigandi yfirvöldum.
Með utanaðkomandi sérfræðiaðstoð í netöryggi var öryggi tölvukerfis samtakanna tryggt og var virkni allra netþjóna komin í eðlilegt horf á ný þann 30. september. Eftir ítarlega rannsókn er ekkert sem bendir til þess að persónuupplýsingum hafi verið stolið eða lekið.
SOS Barnaþorpin taka netöryggismál og vernd persónuupplýsinga skjólstæðinga, styrktaraðila og starfsfólks mjög alvarlega og munu áfram leggja mikla áherslu á að vernda þær.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...