Þúsundir barna á vergangi í Palu í Indónesíu
Fulltrúar frá SOS Barnaþorpunum þurfa að öllum líkindum að bíða fram í næstu viku til að geta sett upp barnagæslu í borginni Palu á eyjunni Sulawesi í Indónesíu. Nærri 60 þúsund manns eru á vergangi, stór hluti þeirra börn, sem misstu heimili sín í flóðbylgjunni sem skall á borginni sl. föstudag. Erfitt er að komast á hamfarasvæðið. Yfir 1400 manns létust og fer tala látinna enn hækkandi.
Að sögn framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpanna í Indónesíu er mansal stöðug ógn við börn í landinu og því er mikilvægt að umönnunarlaus börn komst sem fyrst í öruggt skjól.
Fjölmargar alþjóðlegar hjálparstofnanir eru að störfum á svæðinu og SOS Barnaþorpin eru með áform um að setja upp barnagæslu í Palu. Áhersla verður þar lögð á sálfræðiaðstoð og menntun og svo eru samtökin alltaf reiðubúin til að taka við börnum sem missa foreldra sína.
Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að sjá hversu mörg börn verða umönnunarlaus eftir hamfarirnar en SOS Barnaþorpin fylgjast grannt með gangi mála og munu gera viðeigandi ráðstafanir.
Eins og við greindum frá á mánudaginn höfðu hamfarirnar engin áhrif á SOS barnaþorp sem eru alls 8 talsins í Indónesíu, eða á nein verkefni á vegum samtakanna.
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...