Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í Malaví þessa dagana og það er gaman að segja frá því að í gær heimsótti hún SOS barnaþorpið í höfuðborginni Lilongve. Þar hitti hún börn og SOS-mæður þeirra og fékk að kynnast þessu stórkostlega starfi sem SOS vinnur þarna. Það búa 88 börn og ungmenni í barnaþorpinu í Lilongve og 43 þeirra eiga SOS-foreldra á Íslandi.
Það er mikil og góð tenging milli Íslands og Malaví. Þar fjármagnar SOS á Íslandi fjölskyldueflingu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, verkefni með því markmiði að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þá er íslenskt sendiráð í Lilongve enda hafa Ísland og Malaví starfað saman á sviði þróunarsamvinnu frá árinu 1989.
Fjögur SOS barnaþorp eru í Malaví og í þeim búa 433 börn og ungmenni sem áður voru umkomulaus en hafa nú eignast nýja fjölskyldu og bjartari framtíð blasir við þeim. 166 af þessum börnum og ungmennum eiga styrktarforeldra á Íslandi, SOS-foreldra.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...