Fréttayfirlit 2. desember 2022

Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví

Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í Malaví þessa dagana og það er gaman að segja frá því að í gær heimsótti hún SOS barnaþorpið í höfuðborginni Lilongve. Þar hitti hún börn og SOS-mæður þeirra og fékk að kynnast þessu stórkostlega starfi sem SOS vinnur þarna. Það búa 88 börn og ungmenni í barnaþorpinu í Lilongve og 43 þeirra eiga SOS-foreldra á Íslandi.

Það er mikil og góð tenging milli Íslands og Malaví. Þar fjármagnar SOS á Íslandi fjölskyldueflingu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, verkefni með því markmiði að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þá er íslenskt sendiráð í Lilongve enda hafa Ísland og Malaví starfað saman á sviði þróunarsamvinnu frá árinu 1989.

Fjögur SOS barnaþorp eru í Malaví og í þeim búa 433 börn og ungmenni sem áður voru umkomulaus en hafa nú eignast nýja fjölskyldu og bjartari framtíð blasir við þeim. 166 af þessum börnum og ungmennum eiga styrktarforeldra á Íslandi, SOS-foreldra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Malaví og í þeim búa 433 börn og ungmenni sem áður voru umkomulaus en hafa nú eignast nýja fjölskyldu og bjartari framtíð blasir við þeim. 166 af þessum börnum og ungmennum eiga styrktarforeldra á Íslandi, SOS-foreldra.

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...