Fréttayfirlit 26. maí 2016

Þátttaka SOS Barnaþorpanna í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um mannúðarmál



Á mánudag og þriðjudag var fyrsti leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um mannúðarmál haldinn í Istanbúl. Á fundinum komu saman fulltrúar hins opinbera, félagasamtaka, stofnana og einkafyrirtækja frá öllum heimshornum til að finna leiðir til að takast á við stórar áskoranir í málaflokknum. Talið er að ekki hafi þurft að takast á við áskoranir í mannúðarmálum í af þessari stærðargráðu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Meira en 130 milljónir eru í þörf fyrir mannúðaraðstoð í heiminum og opinber tala þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og hættu nálgast 60 milljónir. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ráðstefnuna vera „vendipunkt í leið okkar til að takast á við þær áskoranir sem við öll sem manneskjur stöndum frammi fyrir.“

SOS Barnaþorpin tóku þátt í ráðstefnunni, meðal annars með aðkomu að skipulagningu hliðarviðburðar um vernd barna í hættuástandi. Samkvæmt Carsten Völz, rekstrarstjóra SOS Barnaþorpanna og Andreas Papp, framkvæmdastjóri fyrir alþjóðlega neyðaraðstoð,  þarf að setja vernd barna í hættuástandi í forgang. Reynslan sýnir að þegar börn fá ekki grunnþörfum sínum fullnægt aukast líkur á varanlegu sálrænu áfalli til muna. Börn þurfa að geta leikið sér, gengið í skóla og leitað til fullorðinna sem sýna þeim væntumþykju.

Á fundinum voru gerðar um 1500 skuldbindingar, meðal annars sú krafa að hjálparstofnanir verði gagnsærri, skilvirkari og stuðli að auknu samstarfi sín á milli í stað þess að keppa við hvor aðra. Einnig var nýr sjóður stofnaður sem ætlað er að bæta umsjón með menntamálum barna í hættuástandi.

Hægt er að lesa meira um leiðtogafundinn hér.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...