Fréttayfirlit 23. maí 2019

„Þarna sló mitt íslenska femíníska hjarta“



Við höfum áður sagt ykkur frá heimsókn Heru Bjarkar velgjörðarsendiherra okkar í SOS barnaþorp í Ísrael og Palestínu í síðustu viku. Okkur langar því að benda ykkur á að Hera var í útvarpsviðtali á K100 í gær um þessar heimsóknir og það má einnig finna í Morgunblaðinu í dag.

Mikil reiði í samfélaginu

Hera lýsir því að í Palestínu sé sérstaklega haldið utan um einstaklingana eftir að þeir hafi náð 18 ára aldri. „Þá detta krakkarnir aftur út í samfélagið og þar eru fyrir oft mjög reiðir og sárir einstaklingar og því auðvelt fyrir krakkana að detta í það sama far,“ sagði Hera og bætti við að þessi tími reyndist einstaklingunum oft mjög erfiður og því mikilvægt að fylgja þeim eftir.

Kynjamisrétti í Palestínu

Hera nefndi m.a. að SOS Barnaþorpin leggja ríka áherslu á að ala upp einstaklinga sem eru víðsýnir og hafa ríka samkennd með mismunandi kynþáttum og öðrum þjóðarbrotum. Í viðtalinu nefndi hún hið mikla kynjamisrétti sem ríkir í Palestínu og er unnið markvisst gegn því í starfi SOS þar í landi. „Þarna sló mitt íslenska femíníska hjarta mjög ótt og títt,“ sagði Hera.

Þorpin sem Hera heimsótti eru í 🇵Bethlehem í Palestínu og Nazareth í Ísrael. 32 Íslendingar eru núna SOS-styrktarforeldrar barna í Bethlehem og 7 Íslendingar eiga styrktarbörn í Nazareth þorpinu. Nærri tíu þúsund Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í 108 löndum.

Vilt þú bætast í hóp SOS-styrktarforeldra? Skráning og allar upplýsingar finnurðu hér.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...