Fréttayfirlit 23. maí 2019

„Þarna sló mitt íslenska femíníska hjarta“

Við höfum áður sagt ykkur frá heimsókn Heru Bjarkar velgjörðarsendiherra okkar í SOS barnaþorp í Ísrael og Palestínu í síðustu viku. Okkur langar því að benda ykkur á að Hera var í útvarpsviðtali á K100 í gær um þessar heimsóknir og það má einnig finna í Morgunblaðinu í dag.

Mikil reiði í samfélaginu

Hera lýsir því að í Palestínu sé sérstaklega haldið utan um einstaklingana eftir að þeir hafi náð 18 ára aldri. „Þá detta krakkarnir aftur út í samfélagið og þar eru fyrir oft mjög reiðir og sárir einstaklingar og því auðvelt fyrir krakkana að detta í það sama far,“ sagði Hera og bætti við að þessi tími reyndist einstaklingunum oft mjög erfiður og því mikilvægt að fylgja þeim eftir.

Kynjamisrétti í Palestínu

Hera nefndi m.a. að SOS Barnaþorpin leggja ríka áherslu á að ala upp einstaklinga sem eru víðsýnir og hafa ríka samkennd með mismunandi kynþáttum og öðrum þjóðarbrotum. Í viðtalinu nefndi hún hið mikla kynjamisrétti sem ríkir í Palestínu og er unnið markvisst gegn því í starfi SOS þar í landi. „Þarna sló mitt íslenska femíníska hjarta mjög ótt og títt,“ sagði Hera.

Þorpin sem Hera heimsótti eru í 🇵Bethlehem í Palestínu og Nazareth í Ísrael. 32 Íslendingar eru núna SOS-styrktarforeldrar barna í Bethlehem og 7 Íslendingar eiga styrktarbörn í Nazareth þorpinu. Nærri tíu þúsund Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í 108 löndum.

Vilt þú bætast í hóp SOS-styrktarforeldra? Skráning og allar upplýsingar finnurðu hér.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.