Fréttayfirlit 13. maí 2024

Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri


Árið 2023 var gott ár í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi og hækkuðu tekjur um 13% milli ára, upp í tæpar 800 milljónir króna. Aldrei hafa tekjur samtakanna verið hærri og nutu þúsundir barna víða um heim góðs af stuðningi Íslendinga við samtökin. Af heildartekjum ársins var hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar vel fyrir neðan viðmið um þak á rekstrarkostnaði og á árinu runnu 843 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi í sjálft hjálparstarfið.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2023 sem nú hefur nú verið birt á fjármálasvæðinu hér á vefsíðunni. Af þeim 722 milljónum sem söfnuðust frá styrktaraðilum komu 84% styrkja frá almenningi eða rúmar 600 milljónir króna. Stærsti hluti af framlögum til SOS á Íslandi kemur frá SOS-foreldrum sem við sendum til barnaþorpa í 107 löndum.

Á árinu 2023 styrktu 20.857 einstaklingar og 579 lögaðilar SOS Barnaþorpin á Íslandi, ýmist með mánaðarlegum framlögum, stökum eða bæði. Þrátt fyrir mikla hækkun tekna fækkaði mánaðarlegum styrktaraðilum um 89 á milli ára og voru þeir 10.653 um áramótin.

Eins og undanfarin ár birta SOS Barnaþorpin á Íslandi bæði ársskýrslu og ársreikning hér á heimasíðu samtakanna.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.