Fréttayfirlit 23. september 2019

Svala aðstoðar í kennslustofu í Katmandú



Svala Davíðsdóttir, 18 ára Kópavogsmær, hefur nú verið í þrjár vikur í SOS barnaþorpinu í Jorpati í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hún er búsett hjá bróður sínum í borginni og á daginn vinnur hún sem kennari í sjálfboðaliðastarfi í barnaþorpinu. Þar búa fötluð börn sem eitt sinn voru umkomulaus en eiga nú ástríka SOS-fjölskyldu og heimili.

„Starf mitt felst í aðstoð í kennslustofunni. Við erum fimm kennarar með 14 börn. Krakkarnir eru í skóla alla daga frá kl. 10-16 nema laugardaga. Þau læra að lesa og skrifa auk þess sem þau læra landafræði, vísindi, ensku, stærðfræði og á tölvur,“ segir Svala sem leyfir Íslendingum að fylgjast með sér í Nepal á Instagram síðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Frá einni kennslustofunni í Jorpati„Hér búa eingöngu börn sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna fötlunar. Í þorpinu eru 6 hús og búa 8 börn í hverju og SOS - mamma. Það er dásamlegt að sjá hve vel er hugsað um börnin. Þau búa í fallegu húsnæði, lifa fjölskyldulífi og fá tækifæri til að mennta sig.“

Íslendingar styrkja í Jorpati

Eitt barn í þorpinu á styrktarforeldri á Íslandi og tveir Íslendingar eru SOS-barnaþorpsvinir Jorpati þorpsins. Styrktarforeldrar taka þátt í framfærslu barnsins og fá reglulega af því fréttir og myndir. Barnaþorpsvinir taka þátt í rekstrarkostnaði þorpsins.

Svala verður næstu mánuðina í Katmandú og mun líka starfa í SOS barnaþorpinu í Sanothimi. Hún mun einnig sinna fimleikakennslu en hún hefur æft fimleika hjá Gerplu í 14 ár og séð þar um þjálfun barna. „Mig hefur lengi dreymt um að fá tækifæri til að sinna hjálparstarfi. Ég er svo þakklát fyrir tækifærið að fá að vinna með börnunum í SOS barnaþorpunum.“

Svala_Nepal kort.jpg

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...