Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyrir 160 börn sem hafa orðið fyrir áhrifum af stríðinu og var fjármögnun þeirra tryggð af SOS á Íslandi.
Reynsla er komin á slíkar sumarbúðir í framkvæmd SOS Barnaþorpanna í Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst árið 2022 og hefur þetta frábæra framtak reynst vel fyrir börn sem hafa gengið í gegnum áföll. Markmið sumarbúðanna er að veita sálrænan stuðning og bæta andlega heilsu barna sem hafa orðið fyrir áhrifum af stríðinu. Um er að ræða tvær 80 barna sumarbúðir sem staðsettar eru á öruggu svæði í Vestur Úkraínu.

Bæta líðan og tilfinningalegt jafnvægi barnanna
Dagskrá sumarbúðanna er margþætt og snýst um að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börnin til að leika og skemmta sér. Einnig að veita beinan sálrænan stuðning og umhverfi til að hjálpa þátttakendum að vinna úr neikvæðum áhrifum stríðsins.
Markmið sumarbúðanna er að bæta líðan og tilfinningalegt jafnvægi barnanna, efla seiglu þeirra og félagsleg tengsl. Lykilatriði er að börnin fái að vera í öruggu umhverfi fjarri átökum og öðrum hættusvæðum.
Heildarkostnaður við sumarbúðirnar nam rúmum 16,8 milljónum króna og nam styrkur ráðuneytisins 16,6 milljónum króna. Mótframlag frá SOS á Íslandi brúaði bilið og eru slíkar greiðslur fjármagnaðar með stuðningi þeirra Íslendinga sem gefa stök framlög.
Stuðningur íslenskra yfirvalda við þetta verkefni er liður í mannúðaraðstoðar- og þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Úkraínu.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.