Fréttayfirlit 29. ágúst 2018

Styrktarforeldrar óskast fyrir Sýrland

Nú auglýsum við eftir styrktarforeldrum fyrir börn í SOS barnaþorpinu í Qodsaya, úthverfi Damaskus í Sýrlandi. Innviðir eins og heilbrigðiskerfi landsins eru í rúst eftir hörmungarnar þar á undanförnum árum. Nærri 12 milljónir hafa flúið heimili sín, helmingur þeirra til annarra landa en aðrir eru á vergangi í heimalandinu.

Áætlað er að nærri 14 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og SOS Barnaþorpin láta sitt ekki eftir liggja. Tvö SOS Barnaþorp eru í Sýrlandi, annað í Aleppó og hitt í Qodsaya. Rýma hefur þurft bæði þessi þorp tímabundið á undanförnum árum vegna ástandsins í Sýrlandi sem líkt hefur verið við helvíti á jörðu.

Hvernig ferðu að?

Til að gerast styrktarforeldri geturðu annað hvort hringt á skrifstofu okkar milli kl. 9 og 16 á virkum dögum eða gengið frá skráningu á heimasíðunni okkar sos.is. Mikilvægt er að taka fram í atugasemdakassanum „Annað sem þú vilt taka fram“ að þú ætlir að styrkja barn í Qodsaya.

Þegar þú gerist styrktarforeldri gefur þú umkomulausu barni fjölskyldu á ástríku heimili sem við höfum byggt. Barnið fer í skóla og fær öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir af barninu þínu ásamt mynd og þér er velkomið að heimsækja það og/eða senda því bréf og gjafir. Framlag þitt (3900 kr/mán - 128 kr/dag) fer í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess.

393 Íslendingar eru SOS-barnaþorpsvinir eða SOS-styrktarforeldrar barna í Qodsaya og eru margir þeirra að styrkja fleiri en eitt barn í þorpinu. Nokkur börn vantar styrktarforeldra og nú leitum við til ykkar.

ÉG VIL GERAST STYRKTARFORELDRI


UPPFÆRT FÖSTUDAG 31. ÁGÚST!!!

Við þökkum kærlega frábær viðbrögð ykkar við þessu ákalli um að gerast styrktarforeldrar barna í Sýrlandi. Þau voru slík að við höfum nú náð að útvega þá styrktarforeldra sem falast var eftir frá Íslandi í barnaþorpinu í Qodsaya.

Við bendum þó á að það er enn hægt að gerast barnaþorpsvinur með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Framlag þitt fer í að greiða ýmsan kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Tvisvar á ári færðu senda skýrslu um lífið í barnaþorpinu þínu og helstu viðburði sem þar hafa átt sér stað.

ATH. Ef þú vilt styrkja barnaþorp í Sýrlandi, vinsamlegast taktu það þá fram undir „Annað sem þú vilt taka fram“ í hlekknum hér þar sem tekið er við skráningu barnaþorpsvina.

Nýlegar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.