Styrktaraðilar SOS fá endurgreitt frá Skattinum
Þann 1. nóvember 2021 tóku gildi ný lög sem í stuttu máli þýða að styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna fá nú árlega endurgreiðslu frá skattinum. Hér er átt við skattgreiðendur og þá heildarupphæð sem þeir gefa til almannaheillafélaga.
Tökum dæmi:
*Páll er SOS foreldri og styrkir þannig barn í SOS barnaþorpi. Hann borgar 3.900 kr. á mánuði til framfærslu barnsins. Þetta framlag Páls lækkar skattstofn hans um 46.800 krónur á ári og því fær hann endurgreiddar rúmar 18 þúsund krónur, sem hann svo ræður hvernig hann ráðstafar.
*Þetta má útreikna sem svo að SOS-foreldri sem styrkir barn fyrir 3.900 krónur á mánuði, greiðir í raun aðeins um 2.400 krónur á mánuði.
Eftir því sem styrkupphæðin er hærri, því hærri verður endurgreiðslan.
*Miðað við meðaltekjur árið 2020. Upphæð skattafrádráttarins er mismunandi eftir skattþrepum viðkomandi styrktaraðila.
- Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þúsund krónum á ári samkvæmt þessum nýju lögum.
- Samanlagt geta hjón eða sambúðarfólk því lækkað skattstofninn sinn um 700 þúsund krónur.
- Sem styrktaraðili SOS Barnaþorpanna þarftu ekkert að aðhafast til að fá þessa endurgreiðslu því framlög þín eru forskráð á skattframtalið þitt.
- Lágmarksframlag á ári þarf að vera 10.000 krónur til að endurgreiðsla fáist.
Nánar er fjallað um þessa skattalagabreytingu á heimsíðu skattsins og Stjórnarráðsins.
Viljir þú hækka framlagið þitt geturðu haft samband við okkur, annað hvort með tölvupósti til sos@sos.is eða í síma 5642910. Þú getur líka skoðað aðra möguleika til að styrkja hér.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.