Fréttayfirlit 16. febrúar 2022

Styrktaraðilar SOS fá endurgreitt frá Skattinum

Styrktaraðilar SOS fá endurgreitt frá Skattinum

Þann 1. nóvember 2021 tóku gildi ný lög sem í stuttu máli þýða að styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna fá nú árlega endurgreiðslu frá skattinum. Hér er átt við skattgreiðendur og þá heildarupphæð sem þeir gefa til almannaheillafélaga. 

Tökum dæmi:
*Páll er SOS foreldri og styrkir þannig umkomulaust barn í fjarlægu landi. Hann borgar 3.900 kr. á mánuði til framfærslu barnsins. Þetta framlag Páls lækkar skattstofn hans um 46.800 krónur á ári og því fær hann endurgreiddar rúmar 18 þúsund krónur, sem hann svo ræður hvernig hann ráðstafar. Eftir því sem styrkupphæðin er hærri, því hærri verður endurgreiðslan.

*Miðað við meðaltekjur árið 2020.

  • Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þúsund krónum á ári samkvæmt þessum nýju lögum.
  • Samanlagt geta hjón eða sambúðarfólk því lækkað skattstofninn sinn um 700 þúsund krónur.
  • Sem styrktaraðili SOS Barnaþorpanna þarftu ekkert að aðhafast til að fá þessa endurgreiðslu því framlög þín eru forskráð á skattframtalið þitt.
  • Útreikningar fyrir skattframtal 2022 eru afturvirkir til 1. nóvember 2021, þegar lögin tóku gildi.
  • Lágmarksframlag á ári þarf að vera 10.000 krónur til að endurgreiðsla fáist.

Nánar er fjallað um þessa skattalagabreytingu á heimsíðu skattsins og Stjórnarráðsins.

Viljir þú hækka framlagið þitt geturðu haft samband við okkur, annað hvort með tölvupósti til sos@sos.is eða í síma 5642910. Þú getur líka skoðað aðra möguleika til að styrkja hér.

Athugið vegna skattframtals 2022!

Þar sem lögin tóku gildi 1. nóvember 2021 var ekki um fulla endurgreiðslu að ræða á skattframtali 2022 heldur reiknast aðeins aftur tveir mánuðir á árinu 2021, nóvember og desember.

Árið 2022 var endurgreiðsla Páls því um 3.000 krónur því þessi nýju skattalög höfðu aðeins verið tvo mánuði í gildi í árslok 2021.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Allir styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Styrkja eitt barn 3.900 ISK á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 ISK á mánuði