Fréttayfirlit 12. júní 2023

Styrkir SOS Barnaþorpin með ágóða af sælgætissölu

Styrkir SOS Barnaþorpin með ágóða af sælgætissölu

Kristján Þórararinn Davíðsson, unglingspiltur af Seltjarnarnesi, gengur í hús þessa dagana og selur sælgæti til styrktar SOS Barnaþorpunum. Kristján gerir þetta að eigin frumkvæði til að styðja við börn í fátækustu löndum heims sem eiga ekki foreldra að.

Íslensk börn og ungmenni láta sig svo sannarlega varða hag barna annarsstaðar í heiminum og sýna það reglulega í verki með skemmtilega fjölbreyttum fjáröflunarleiðum. Á dögunum kom Kristján til okkar á skrifstofuna í Hamraborg með hagnað af sölu á sælgæti sem hann seldi með því að ganga í hús. Alls 6.500 krónur.

Mikill metnaður hjá Kristjáni

Kristján hefur gengið í hús í Garðabæ þar sem afi hans býr en ætlar næstu daga að selja sælgæti á Seltjarnaresi og nágrenni. Hann vill láta allan hagnað renna óskiptan til barna í fátækustu löndum heims sem ekki eiga foreldra eða foreldrar þeirra geta ekki mætt þörfum barna sinna. Kristján leggur mikinn metnað í þessa fjáröflun og hefur m.a. útbúið eigið barmmerki með tákni SOS Barnaþorpanna.

Með hjartað á réttum stað

Við hvetjum að sjálfsögðu fólk til að taka vel á móti Kristjáni sem er svo sannarlega með hjartað á réttum stað og færum við honum okkar innilegustu þakkir fyrir. Það er alltaf ánægjulegt að verða vitni af því hvað íslenskum börnum og ungmennum er umhugað um jafnaldra sína sem búa við ólíkar aðstæður annarsstaðar í heiminum.

Stakt framlag

Gefa stakt framlag

Stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrkja