Fréttayfirlit 20. júlí 2021

Stofnuðu félagslega eflandi hóp í þágu SOS í grunnskóla Stykkishólms

Stofnuðu félagslega eflandi hóp í þágu SOS í grunnskóla Stykkishólms

Æska landsins lætur sig svo sannarlega varða bágstödd börn í heiminum og það er aðdáunarvert að sjá hvernig frumlegar hugmyndir íslenskra ungmenna hafa orðið að veruleika. Nikola og Tara sem eru á leið í tíunda bekk í grunnskólanum í Stykkishólmi hafa fengið stjórnendur skólans og stóran hluta nemenda í lið með sér og stofnað öflugan stuðningshóp innan skólans fyrir SOS Barnaþorpin. Nikola segir skemmtilega frá þessu í meðfylgjandi myndbandi.

Tilgangur stuðningshópsins er að halda fjáröflunarviðburði sem ekki aðeins styðja SOS Barnaþorpin í verkefnum sínum í þágu barna víða um heim heldur efla einnig samfélagslegan anda meðal nemenda í skólanum. Í viðtali við heimasíðu SOS sagði Nikola að viðtal sem hún sá í fréttablaði SOS á síðasta ári hafi veitt sér innblástur og að hana hafi langað til að gera eitthvað fyrir SOS Barnaþorpin. Viðtalið var við Lilju Írenu Guðnadóttur, fyrrverandi kennara í grunnskólanum í Stykkishólmi, sem styrkir 10 börn í SOS barnaþorpum.

Settur hefur verið upp peningakassi í skólanum sem krakkarnir setja í klink sem þau eiga afgangs frá sjoppuferðum eða hafa safnað með fjáröflunum eins og sölu á kökubakstri eða eftir dósasöfnunarkeppni. Settur hefur verið upp peningakassi í skólanum sem krakkarnir setja í klink sem þau eiga afgangs frá sjoppuferðum eða hafa safnað með fjáröflunum eins og sölu á kökubakstri eða eftir dósasöfnunarkeppni.

Nemendum umbunað fyrir hvern áfanga

Nikola og Tara byrjðu á að halda kynningar um SOS Barnaþorpin fyrir alla bekkina í skólanum og áhugi nemenda var mikill. „Við hengdum plaköt út um allt í skólanum svo nemendur komust eiginlega ekki hjá því að sjá þetta. Þeir fóru svo að lesa meira um þetta og það skráðu sig fimm nemendur fyrir þátttöku fyrsta daginn. Tveimur vikum síðar voru þeir orðnir 60 talsins," segir Nikola og lýsir því hvernig nemendur hafi sökkt sér í verkefnin í framhaldinu.

Settur hefur verið upp peningakassi í skólanum sem krakkarnir setja í klink sem þeir eiga afgangs frá sjoppuferðum eða hafa safnað með fjáröflunum eins og sölu á kökubakstri eða eftir dósasöfnunarkeppni. Þegar peningurinn hefur náð yfir ákveðna línu í kassanum er nemendum umbunað. „Í hvert sinn sem við náum upp að næstu línu fáum við að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að poppa."

Fyrir ofan söfnunarbaukinn er hugmyndakassi sem nemendur geta sett í hugmyndir sínar fyrir fjáröflunarleiðir, verðlaun fyrir leiki og hvaðeina sem snertir SOS stuðningshópinn. Tugir þúsunda króna höfðu safnast áður en sumarfrí hófst.

Það skráðu sig fimm nemendur fyrir þátttöku fyrsta daginn. Tveimur vikum síðar voru þeir orðnir 60 talsins. Það skráðu sig fimm nemendur fyrir þátttöku fyrsta daginn. Tveimur vikum síðar voru þeir orðnir 60 talsins.

Hvetur fleiri skóla til að gera slíkt hið sama

Nikola hvetur fleiri skóla á landinu til að setja á laggirnar álíka stuðningshópa fyrir SOS Barnaþorpin. „Við erum skóli svo við erum mjög mörg og getum því gert meira. Við höfum mjög mörg tækifæri til að gera eitthvað inn á milli lærdómsins. Þetta skapar skemmtilegar athafnir í skólanum og um leið erum við að hjálpa. Ef það myndu fleiri skólar gera eitthvað svona þá getum við safnað meiri pening og hjálpað fleirum," segir Nikola að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði