Fréttayfirlit 22. janúar 2024

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Stjórn boðar til aukaaðalfundar


Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.

All­ir skráð­ir fé­lag­ar í SOS Barna­þorp­un­um sem eru í skil­um með fé­lags­gjald hafa rétt til að sitja að­al­fund. Til þess að fé­lagi geti nýtt fé­lags­leg rétt­indi sín á að­al­fundi skal hann skrá sig á fund­inn eigi síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir boð­að­an að­al­fund. Það er gert með því að senda tölvu­póst á sos@sos.is 

Kjósa þarf varamann í stjórn

Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Tillaga að breyttum samþykktum
  2. Kosning varamanns
  3. Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi

Sjá dagskrá nánar hér.

Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...