Fréttayfirlit 22. janúar 2024

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Stjórn boðar til aukaaðalfundar


Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.

All­ir skráð­ir fé­lag­ar í SOS Barna­þorp­un­um sem eru í skil­um með fé­lags­gjald hafa rétt til að sitja að­al­fund. Til þess að fé­lagi geti nýtt fé­lags­leg rétt­indi sín á að­al­fundi skal hann skrá sig á fund­inn eigi síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir boð­að­an að­al­fund. Það er gert með því að senda tölvu­póst á sos@sos.is 

Kjósa þarf varamann í stjórn

Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Tillaga að breyttum samþykktum
  2. Kosning varamanns
  3. Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi

Sjá dagskrá nánar hér.

Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...