Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.
Allir skráðir félagar í SOS Barnaþorpunum sem eru í skilum með félagsgjald hafa rétt til að sitja aðalfund. Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi skal hann skrá sig á fundinn eigi síðar en sólarhring fyrir boðaðan aðalfund. Það er gert með því að senda tölvupóst á sos@sos.is
Kjósa þarf varamann í stjórn
Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.
Dagskrá fundarins er þannig:
- Tillaga að breyttum samþykktum
- Kosning varamanns
- Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi
Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.