Stjórn boðar til aukaaðalfundar
Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.
Allir skráðir félagar í SOS Barnaþorpunum sem eru í skilum með félagsgjald hafa rétt til að sitja aðalfund. Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi skal hann skrá sig á fundinn eigi síðar en sólarhring fyrir boðaðan aðalfund. Það er gert með því að senda tölvupóst á sos@sos.is
Kjósa þarf varamann í stjórn
Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.
Dagskrá fundarins er þannig:
- Tillaga að breyttum samþykktum
- Kosning varamanns
- Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi
Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Nýlegar fréttir
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...
Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...