Starfsmenn Marel söfnuðu 10,5 milljónum króna
Starfsmenn Marel söfnuðu með alþjóðlega fjáröflunarátaki sínu, Tour de Marel, 10,5 milljónum króna handa SOS Barnaþorpunum á Fílabeinsströndinni. Upphæðin verður notuð til að byggja bókasafn sem nýtast mun 4.000 börnum í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni og bæta aðstæður þeirra til náms.
Tour de Marel er sameiginlegt fjáröflunarátak allra starfsmanna Marel á yfir 30 starfsstöðvum en þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn safna fyrir SOS Barnaþorpin. Þannig hefur Marel safnað 33 milljónum króna sem hafa verið notaðar til að byggja SOS skóla og nú bókasafn.
Átakið fór fram síðasta haust en starfsmenn Marel á Íslandi, ásamt vinum og vandamönnum, hlupu eða hjóluðu vegalengdina frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar á einum sólahring og söfnuðu áheitum til styrktar SOS Barnaþorpunum þar í landi. Alls eru 6.500 km frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar og þegar upp var staðið höfðu starfsmenn hlupið og hjólað samtals 6.578 km á einum sólarhring.
Starfsmennirnir nutu aðstoðar vina og vandamanna við verkefnið. Þá tóku Björk Kristjánsdóttir Íslandsmeistari í fjall- og götuhjólreiðum og Óskar Ómarsson margfaldur gullverðlaunahafi úr hinum ýmsu hjólakeppnum þátt en einnig komu fjöldamargir hlaupa- og hjólahópar við í Austurhrauninu til að leggja verkefninu lið. Þá var einnig haldin fjölskylduhátíð í tengslum við hlaupið þar sem m.a. var skipulögð styttri hlaupaleið fyrir börnin.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...