Fréttayfirlit 30. júní 2015

SOS ungmenni lætur lífið

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í höfuðborg Búrúndí, Bujumbura, þann 22. maí síðastliðinn að SOS ungmenni lést í sprengingu.

Naila Kamariza var tuttugu og fjögurra ára. Hún ólst upp í SOS Barnaþorpinu í Muyinga áður en hún flutti að heiman og fór í háskóla. Hún stundaði nám við Háskólann Great Lakes í Bujumbura og var enn á framfærslu SOS Barnaþorpanna. Naila var stödd á markaði ásamt vinkonu sinni sem ólst upp í sama barnaþorpi, þegar óþekktir aðilar vörpuðu handsprengjum á markaðinn. Naila var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Vinkona hennar slasaðist alvarlega en er á batavegi.

Naila var munaðarlaus þegar hún eignaðist nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu og var hún ekki í neinu sambandi við líffræðilega ættingja. Hún var hins vegar í góðu sambandi við SOS fjölskyldu sína sem syrgir hana og er í miklu áfalli vegna atburðarins.

Síðustu vikur hafa mótmæli staðið yfir í Búrúndí sem hafa kostað yfir tutt­ugu manns­líf. Mót­mæl­in hóf­ust þegar Pier­re Nkur­unziza for­seti landsins ákvað í apríl að bjóða sig fram í þriðja sinn en deilt er um hvort hann hafi til þess laga­leg­an rétt. Líklegt þykir að sprengingin tengist mótmælunum með einhverjum hætti.

SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Nailu í Búrúndí.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.