Fréttayfirlit 22. ágúst 2019

SOS móðir í heimsókn á Íslandi

Mörg ykkar munið eftir viðtali okkar við Mari Järsk sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en hefur búið á Íslandi undanfarin 14 ár. Í viðtalinu ræddi Mari meðal annars á hreinskilinn hátt um samband sitt við SOS-móður sína sem ól hana upp eftir að Mari og systkini hennar voru tekin af foreldrum sínum árið 1995.

Eftir að Mari flutti til Íslands hefur hún reglulega haldið sambandi við SOS móður sína, Mare Kangur, og heimsótt hana einu sinni til tvisvar á ári til Eistlands. Mare sem vinnur ennþá sem SOS-móðir í barnaþorpinu í Tallinn, lét nú loksins verða af því að heimsækja SOS-dóttur sína til Íslands og er þessa dagana í vikulangri dvöl hér á landi.

„Mamma loxins að heimsækja mig eftir tæp 14 ár sem ég hef búið hér,“ sagði Mari í Facebook færslu og birti mynd af þeim mæðgum sem tekin var á Þingvöllum. Við spurðum Mari aðeins nánar út í heimsóknina og hún segir að þetta séu miklir fagnaðarfundir.

Mare kom hingað til að dvelja í eina viku og að sögn Mari er mamma hennar orðlaus yfir fegurð landsins. „Henni finnst þetta fallegasta ferðalag sem hún hefur nokkurn tímann farið í,“ segir Mari sem hefur sýnt móður sinni Gullna hringinn, Flúðir, Snæfellsnes, Suðurland, Vestmannaeyjar og höfuðborgarsvæðið.

Til upprifjunar þá getið þið séð hér videoviðtalið við Mari sem tekið var haustið 2018.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...