SOS leikskólinn í Viet Tri -MYNDIR
Í leikskóla SOS Barnaþorpanna í Viet Tri stunda yfir 200 börn nám. Á síðasta ári styrktu Íslendingar leikskólann um tæpar þrjár milljónir sem nýtist afar vel enda er mikið kapp lagt á að börnin fái góða þjónustu í leikskólanum.
Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. SOS leikskólarnir eru opnir börnum sem búa í SOS Barnaþorpinu sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.
Gleðin er mikil í SOS leikskólanum í Viet Tri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...