Fréttayfirlit 17. nóvember 2015

SOS börn létust



Sá hræðilegi atburður átti sér stað í Sómalílandi þann 9. nóvember síðastliðinn að þrjú börn úr SOS Barnaþorpi létust.

kerti.jpg

Börnin voru öll 11 ára og bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Hargeisa. Börnin drukknuðu þegar þau voru að synda í litlu stöðuvatni nálægt þorpinu en ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu.

SOS fjölskyldur barnanna eru skiljanlega í miklu áfalli en börnin voru jarðsett á dögunum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda barnanna þriggja.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...