SOS börn létust
Sá hræðilegi atburður átti sér stað í Sómalílandi þann 9. nóvember síðastliðinn að þrjú börn úr SOS Barnaþorpi létust.

Börnin voru öll 11 ára og bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Hargeisa. Börnin drukknuðu þegar þau voru að synda í litlu stöðuvatni nálægt þorpinu en ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu.
SOS fjölskyldur barnanna eru skiljanlega í miklu áfalli en börnin voru jarðsett á dögunum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda barnanna þriggja.
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...