Fréttayfirlit 21. september 2017

SOS börn í Mexíkó ómeidd



Á þriðjudag reið stór skjálfti yfir Mexíkó með þeim afleiðingum að 230 manneskjur hafa fundist látnar en 52 hefur verið bjargað lifandi úr rústunum.

Engar alvarlegar skemmdir urðu á SOS Barnaþorpum í landinu en alls eru þau sjö. Einhver SOS heimili í Tehuacán urðu þó fyrir minniháttar skemmdum. Þá eru öll SOS börn, starfsfólk og foreldrar ómeidd. Einnig eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Mexíkó óhultir.

SOS Barnaþorpin eru reiðubúin til að sinna neyðaraðstoð sé þörf fyrir og verður það metið með yfirvöldum og öðrum hjálparsamtökum á næstu dögum. 

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...