SOS börn í Mexíkó ómeidd
Á þriðjudag reið stór skjálfti yfir Mexíkó með þeim afleiðingum að 230 manneskjur hafa fundist látnar en 52 hefur verið bjargað lifandi úr rústunum.
Engar alvarlegar skemmdir urðu á SOS Barnaþorpum í landinu en alls eru þau sjö. Einhver SOS heimili í Tehuacán urðu þó fyrir minniháttar skemmdum. Þá eru öll SOS börn, starfsfólk og foreldrar ómeidd. Einnig eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Mexíkó óhultir.
SOS Barnaþorpin eru reiðubúin til að sinna neyðaraðstoð sé þörf fyrir og verður það metið með yfirvöldum og öðrum hjálparsamtökum á næstu dögum.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...