Fréttayfirlit 21. september 2017

SOS börn í Mexíkó ómeidd



Á þriðjudag reið stór skjálfti yfir Mexíkó með þeim afleiðingum að 230 manneskjur hafa fundist látnar en 52 hefur verið bjargað lifandi úr rústunum.

Engar alvarlegar skemmdir urðu á SOS Barnaþorpum í landinu en alls eru þau sjö. Einhver SOS heimili í Tehuacán urðu þó fyrir minniháttar skemmdum. Þá eru öll SOS börn, starfsfólk og foreldrar ómeidd. Einnig eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Mexíkó óhultir.

SOS Barnaþorpin eru reiðubúin til að sinna neyðaraðstoð sé þörf fyrir og verður það metið með yfirvöldum og öðrum hjálparsamtökum á næstu dögum. 

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...