Fréttayfirlit 28. nóvember 2024

SOS blaðið 2024 komið út

SOS blaðið 2024 komið út


SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrverandi SOS foreldri sitt hingað til Íslands í haust.

Í blaðinu er einnig viðtal okkar við húsmóður í Eþíópíu sem braust út úr sárafátækt með þátttöku í íslensku verkefni í fjölskyldueflingu. Sagt er frá Austurríkismanninum Hermanni Gmeiner sem stofnaði SOS Barnaþorpin fyrir 75 árum og fjallað er um meðferð framlaga Íslendinga til samtakanna.

Breytt fyrirkomulag á dreifingu

Þetta er þrítugasti árgangur SOS blaðsins sem lengst af var dreift til allra styrktaraðila samtakanna hér á landi. Dreifing blaðsins hefur sl. tvö ár ár tekið breytingum til að bregðast við hækkandi póstburðarkostnaði. Blaðið er nú ekki eingöngu upplýsingarit fyrir styrktaraðila heldur einnig liður í almennu kynningarstarfi samtakanna.

Blaðinu er dreift í fjöldreifingu inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu en það er kjarnadreifingarsvæðið Póstdreifingar sem sér um dreifingu blaðsins. Styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna 60 ára og eldri utan höfuðborgarsvæðisins fá blaðið sent í pósti.

SOS blaðið 2024 SOS blaðið 2024

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.