Fréttayfirlit 16. júlí 2016

SOS Barnaþorpin taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar fatlaðra barna



Heimilið Lieu de Vie er staðsett í nágrenni við Casablanca í Marokkó. Heimilið býður upp á daggæslu sem og varanlegt heimili fyrir börn og ungmenni sem þurfa á aðstoð að halda vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Í dag eru þar 36 börn og ungt fólk á aldrinum 13-35 ára.

Meginmarkmið heimilisins er að gefa börnum með sérstakar þarfir öruggt umhverfi og persónulega aðstoð, gefa þeim kost á að alast upp með reisn og viðurkenningu frá nærsamfélaginu og gefa þeim menntun, þjálfa þau í því sem þau hafa hæfileika til og, þegar völ er á, undirbúa þau undir atvinnuþátttöku.

Á heimilinu er boðið upp á alls kyns tómstundastarf. Mikil áhersla er lögð á sköpun og hreyfingu, og er þátttakendum boðið upp á listnám, tónlistarnám og íþróttaiðkun. Einnig er boðið upp á verknám og sálfræðiaðstoð.

Framlög til SOS Barnaþorpanna í Reykjavíkurmaraþoni í ár renna óskipt til uppbyggingar á íþróttastarfi innan Lieu de Vie. Þessa dagana er lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi sundkennslu fyrir börnin á heimilinu. Sundkennslan er afar mikilvæg til að þjálfa líkamlega hæfni og samhæfingu barnanna, og aðstoða þau við stjórnun á andlegum kvillum á við kvíða.

SOS Barnaþorpin inn á hlaupastyrkur.is

Íbúar Lieu de Vie taka þátt í landskeppni Ólympíuleika fatlaðra

Sungið í Lieu de Vie

Börn í Lieu de Vie

Í Lieu de Vie er boðið upp á ýmist verknám

Tónlistargaman í Lieu de Vie

Íbúar Lieu de Vie

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...