Fréttayfirlit 21. september 2016

SOS Barnaþorpin skipuleggja aðgerðir eftir eldsvoðann í Moria-búðunum á Lesbos



Eldsvoði í flóttamannabúðunum Moria á eyjunni Lesbos í Grikklandi eyðilagði stóran hluta búðanna síðastliðinn mánudag. SOS Barnaþorpin halda þar utan um barnvænt svæði þar sem börn og ungmenni hafa öruggt svæði til að leika og læra. Um 5400 flóttamenn búa í Moria, þar af 94 fylgdarlaus börn, en almennt hafa búðirnar pláss til að hýsa um 3500 flóttamenn.

Eftir að eldur braust út í Moria hafa SOS í Grikklandi setið fundi með umsjónarmönnum flóttamannabúðanna til að bjóða börnum og fjölskyldum sem þurft hafa að yfirgefa búðirnar skyndihjálp og sálrænan stuðning.

”Við erum tilbúin til að hjálpa en hvetjum þó stjórnvöld til að bregðast skjótt við og endurbyggja flóttamannabúðirnar í Moria með öllum nauðsynlegum innviðum til að skapa öruggt og tryggt umhverfi fyrir alla íbúa. Við hvetjum einnig stjórnvöld til að setja umönnun og vernd berskjaldaðra barna í forgang, þar á meðal fylgdarlausra barna og barna sem hafa orðið viðskila við foreldra sína,” segir George Protopapas, forstjóri SOS í Grikklandi.  

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...