SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja ársins

SOS Barnaþorpin á Íslandi höfnuðu ofarlega í vinnustaðakönnun V.R. og eru í hópi fyrirmyndarfyrirtækja V.R. í flokki lítilla fyrirtækja árið 2022. Starfsfólk SOS tók á móti viðurkenningu þess efnis á athöfn V.R. í Silfurbergi í Hörpu fyrir helgi.
Hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi starfar fámennur hópur sem er samstilltur, stoltur af því að vinna fyrir samtökin og ánægður í starfi. Þetta endurspeglaðist í niðurstöðu könnunarinnar þar sem starfsfólk SOS skoraði 4,69 af 5 mögulegum í lykilþáttum í vinnuumhverfi.
Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022.
Sjá nánar á heimasíðu V.R.

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...