Frétta­yf­ir­lit 20. maí 2022

SOS Barna­þorp­in í hópi fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tækja árs­ins

SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja ársins

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi höfn­uðu of­ar­lega í vinnu­staða­könn­un V.R. og eru í hópi fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tækja V.R. í flokki lít­illa fyr­ir­tækja árið 2022. Starfs­fólk SOS tók á móti við­ur­kenn­ingu þess efn­is á at­höfn V.R. í Silf­ur­bergi í Hörpu fyr­ir helgi.

Hjá SOS Barna­þorp­un­um á Ís­landi starfar fá­menn­ur hóp­ur sem er sam­stillt­ur, stolt­ur af því að vinna fyr­ir sam­tök­in og ánægð­ur í starfi. Þetta end­ur­spegl­að­ist í nið­ur­stöðu könn­un­ar­inn­ar þar sem starfs­fólk SOS skor­aði 4,69 af 5 mögu­leg­um í lyk­il­þátt­um í vinnu­um­hverfi.

Í könn­un á Fyr­ir­tæki árs­ins er starfs­fólk beð­ið um að leggja mat á nokkra lyk­il­þætti í vinnu­um­hverf­inu. Hver þátt­ur fær ein­kunn frá 1 til 5 og sam­an mynda þær heild­ar­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tæk­in í fimmtán efstu sæt­un­um í hverj­um stærð­ar­flokki fá við­ur­kenn­ing­una Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki 2022.

Sjá nán­ar á heima­síðu V.R.

F.v. Sigurlaug Halldórsdóttir, Hans Steinar Bjarnason, Katrín Guðlaugsdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ragnar Schram og Rakel Lind Hauksdóttir. Á myndina vantar Auði Ösp Gylfadóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur. F.v. Sigurlaug Halldórsdóttir, Hans Steinar Bjarnason, Katrín Guðlaugsdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ragnar Schram og Rakel Lind Hauksdóttir. Á myndina vantar Auði Ösp Gylfadóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur.

Ný­leg­ar frétt­ir

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
9. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ástand­ið versn­ar hratt á Gasa - SOS gef­ur út yf­ir­lýs­ingu

Mann­úð­ar­ástand­ið á Gasa í Palestínu hef­ur versn­að hratt á síð­ustu dög­um og SOS Barna­þorp­in eru með­al hjálp­ar­sam­taka sem glíma við hindr­an­ir í starfi þar.

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
7. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Súd­an­ir eygja von í mestu mann­úð­ar­krísu í heimi

Rúm­lega 500 manns sneru á dög­un­um aft­ur heim til sín með að­stoð SOS Barna­þorp­anna í Súd­an eft­ir á ann­að ár á ver­gangi. Þó þess­ir flutn­ing­ar gefi fólki í land­inu von er enn langt í land því inn­við­ir la...