SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja ársins

SOS Barnaþorpin á Íslandi höfnuðu ofarlega í vinnustaðakönnun V.R. og eru í hópi fyrirmyndarfyrirtækja V.R. í flokki lítilla fyrirtækja árið 2022. Starfsfólk SOS tók á móti viðurkenningu þess efnis á athöfn V.R. í Silfurbergi í Hörpu fyrir helgi.
Hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi starfar fámennur hópur sem er samstilltur, stoltur af því að vinna fyrir samtökin og ánægður í starfi. Þetta endurspeglaðist í niðurstöðu könnunarinnar þar sem starfsfólk SOS skoraði 4,69 af 5 mögulegum í lykilþáttum í vinnuumhverfi.
Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022.
Sjá nánar á heimasíðu V.R.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...