Fréttayfirlit 15. maí 2018

SOS Barnaþorpin heiðra kennara

SOS Barnaþorpin heiðra kennara

Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar er í dag þriðjudaginn 15. maí og af því tilefni var hin árlega fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna afhent í þriðja sinn. Að þessu sinni heiðra samtökin kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra veitti viðurkenninguna.

Í umsögn valnefndar segir að kennarar vinni óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna sem jafnvel er unnið utan hefðbundins vinnutíma, til dæmis með aðkomu að fjölskylduvandamálum. Það felst m.a. í samtölum við foreldra, ráðgjöf, aðstoð við heimanám, koma málum í farveg o.m.fl. til að styðja við fjölskylduna.

SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sérhæfa sig í að útvega yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini.

Þeir kennarar sem veittu viðurkenningunni móttöku eru;

*fyrir hönd leikskólakennara, Vilborg Guðný Valgeirsdóttir frá leikskólanum Vallarseli á Akranesi,
*fyrir hönd grunnskólakennara, Íris Dröfn Halldórsdóttir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Birna Björk Reynisdóttir frá Egilsstaðaskóla,
*fyrir hönd framhaldsskólakennara, Mark Andrew Zimmer frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Í valnefndinni eru:
*Drífa Sigfúsdóttir, mannauðsráðgjafi
*Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ
*Nichole Leigh Mosty, verkefnastjóri hjá fjölskyldumiðstöð Breiðholts
*Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.