Fréttayfirlit 7. september 2016

SOS Barnaþorpin fá viðurkenningu spænska konungsveldisins



Virt viðurkenning hefur verið veitt til SOS Barnaþorpanna á Spáni, nánar tiltekið Asturias prinsessuverðlaunin fyrir eindrægni, sem spænska konungsveldið veitir á ári hverju.

Viðurkenningin er ein af átta sem Asturias prinsessustofnunin veitir. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á þeim sem „vinna að verndun mannréttinda, stuðla að friði, frelsi og samstöðu, vernda menningararf og vinna almennt að framþróun og auknum skilningi á mannkyninu.“

Þrjátíu og eins manns dómnefnd valdi SOS Barnaþorpin úr hópi fjölda tilnefninga, en fyrrum körfuboltamaðurinn Amaya Valdemoro tilnefndi samtökin.

Spánarkonungur útskýrði í bréfi til Siddhartha Kaul, forseta alþjóðasamtaka SOS, að verðlaunin viðurkenni samtökin fyrir frumkvöðlastarf sitt í yfir 70 ár á alþjóðagrundvelli sem hefur verndun barna að meginmarkmiði; markmið sem hefur jafnvel meira vægi á tímum átaka og hörmunga á alþjóðavísu.

Viðurkenningin verður formlega veitt í október við hátíðlega athöfn í Oviedo, þar sem drottning og konungur Spánar verða heiðursgestir.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...