SOS aðstoðar fórnarlömb ebólu
Frá því í mars 2014 hafa yfir 2.500 dauðsföll af völdum ebólu verið tilkynnt í Gíneu. Þá er talið að um 6.000 börn séu munaðarlaus í landinu. Ebólu-faraldrinum er nú formlega lokið í landinu en engin ný tilvik hafa komið upp í nokkra mánuði.
Faraldurinn hafði þó mikil áhrif á hagkerfi og heilbrigðiskerfi landsins og hafa yfirvöld þurft að bregðast við því með áætlun til nokkurra ára.
SOS Barnaþorpin í Gíneu settu af stað neyðaraðstoð strax árið 2014 og eins og alltaf var áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Nú þegar faraldrinum er formlega lokið hefur aukin áhersla verið lögð á fjölskyldueflingu með því markmiði að aðstoða fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á faraldrinum á einhvern hátt.
Aðstoð samtakanna á næstu mánuðum mun meðal annars fela í sér fjárhagsaðstoð og áætlunargerð með fjölskyldum, endurgjaldslausa heilbrigðisaðstoð, sálfræðiaðstoð, matvælaaðstoð, fræðslu og margt fleira. Verkefnið mun standa yfir að minnsta kosti til ársins 2017.
Nýlegar fréttir

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
Mannúðarástandið á Gasa í Palestínu hefur versnað hratt á síðustu dögum og SOS Barnaþorpin eru meðal hjálparsamtaka sem glíma við hindranir í starfi þar.

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
Rúmlega 500 manns sneru á dögunum aftur heim til sín með aðstoð SOS Barnaþorpanna í Súdan eftir á annað ár á vergangi. Þó þessir flutningar gefi fólki í landinu von er enn langt í land því innviðir la...