Frétta­yf­ir­lit 14. apríl 2016

SOS að­stoð­ar fórn­ar­lömb ebólu

Frá því í mars 2014 hafa yfir 2.500 dauðs­föll af völd­um ebólu ver­ið til­kynnt í Gín­eu. Þá er tal­ið að um 6.000 börn séu mun­að­ar­laus í land­inu. Ebólu-far­aldr­in­um er nú form­lega lok­ið í land­inu en eng­in ný til­vik hafa kom­ið upp í nokkra mán­uði.

Far­ald­ur­inn hafði þó mik­il áhrif á hag­kerfi og heil­brigðis­kerfi lands­ins og hafa yf­ir­völd þurft að bregð­ast við því með áætl­un til nokk­urra ára.

SOS Barna­þorp­in í Gín­eu settu af stað neyð­ar­að­stoð strax árið 2014 og eins og alltaf var áhersla lögð á að­stoð við börn og barna­fjöl­skyld­ur.  Nú þeg­ar far­aldr­in­um er form­lega lok­ið hef­ur auk­in áhersla ver­ið lögð á fjöl­skyldu­efl­ingu með því mark­miði að að­stoða fjöl­skyld­ur sem urðu fyr­ir barð­inu á far­aldr­in­um á ein­hvern hátt.

Að­stoð sam­tak­anna á næstu mán­uð­um mun með­al ann­ars fela í sér fjár­hags­að­stoð og áætl­un­ar­gerð með fjöl­skyld­um, end­ur­gjalds­lausa heil­brigðis­að­stoð, sál­fræði­að­stoð, mat­væla­að­stoð, fræðslu og margt fleira. Verk­efn­ið mun standa yfir að minnsta kosti til árs­ins 2017.

Ný­leg­ar frétt­ir

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
9. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ástand­ið versn­ar hratt á Gasa - SOS gef­ur út yf­ir­lýs­ingu

Mann­úð­ar­ástand­ið á Gasa í Palestínu hef­ur versn­að hratt á síð­ustu dög­um og SOS Barna­þorp­in eru með­al hjálp­ar­sam­taka sem glíma við hindr­an­ir í starfi þar.

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
7. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Súd­an­ir eygja von í mestu mann­úð­ar­krísu í heimi

Rúm­lega 500 manns sneru á dög­un­um aft­ur heim til sín með að­stoð SOS Barna­þorp­anna í Súd­an eft­ir á ann­að ár á ver­gangi. Þó þess­ir flutn­ing­ar gefi fólki í land­inu von er enn langt í land því inn­við­ir la...