SOS aðstoðar fórnarlömb ebólu
Frá því í mars 2014 hafa yfir 2.500 dauðsföll af völdum ebólu verið tilkynnt í Gíneu. Þá er talið að um 6.000 börn séu munaðarlaus í landinu. Ebólu-faraldrinum er nú formlega lokið í landinu en engin ný tilvik hafa komið upp í nokkra mánuði.
Faraldurinn hafði þó mikil áhrif á hagkerfi og heilbrigðiskerfi landsins og hafa yfirvöld þurft að bregðast við því með áætlun til nokkurra ára.
SOS Barnaþorpin í Gíneu settu af stað neyðaraðstoð strax árið 2014 og eins og alltaf var áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Nú þegar faraldrinum er formlega lokið hefur aukin áhersla verið lögð á fjölskyldueflingu með því markmiði að aðstoða fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á faraldrinum á einhvern hátt.
Aðstoð samtakanna á næstu mánuðum mun meðal annars fela í sér fjárhagsaðstoð og áætlunargerð með fjölskyldum, endurgjaldslausa heilbrigðisaðstoð, sálfræðiaðstoð, matvælaaðstoð, fræðslu og margt fleira. Verkefnið mun standa yfir að minnsta kosti til ársins 2017.
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...