Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS

Sonja Huld Guðjónsdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Sonja sem er fædd árið 1987 er með BS í lífefnafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún var áður fjáröflunarstjóri Amnesty International og sérfræðingur og markaðsstjóri hjá Extreme Iceland.
24 umsóknir bárust um starfið frá mörgum frambærilegum einstaklingum og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu starfinu áhuga. Rakel Lind Hauksdóttir hefur til þessa gegnt stöðum fjármála- og fjáröflunarstjóra en Sonja tekur nú við fjáröflunarhlutanum og Rakel heldur áfram utan um fjármálastjórn.
Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, skilaði áþreifanlegum árangri á fyrri hluta ársins. 39 þo...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...