Fréttayfirlit 8. janúar 2024

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS


Sonja Huld Guðjónsdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Sonja sem er fædd árið 1987 er með BS í lífefnafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún var áður fjáröflunarstjóri Amnesty International og sérfræðingur og markaðsstjóri hjá Extreme Iceland.

24 umsóknir bárust um starfið frá mörgum frambærilegum einstaklingum og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu starfinu áhuga. Rakel Lind Hauksdóttir hefur til þessa gegnt stöðum fjármála- og fjáröflunarstjóra en Sonja tekur nú við fjáröflunarhlutanum og Rakel heldur áfram utan um fjármálastjórn.

Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
16. júl. 2025 Fjölskylduefling

Ný fjölskylduefling í Úganda

Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...