Fréttayfirlit 8. janúar 2024

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS


Sonja Huld Guðjónsdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Sonja sem er fædd árið 1987 er með BS í lífefnafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún var áður fjáröflunarstjóri Amnesty International og sérfræðingur og markaðsstjóri hjá Extreme Iceland.

24 umsóknir bárust um starfið frá mörgum frambærilegum einstaklingum og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu starfinu áhuga. Rakel Lind Hauksdóttir hefur til þessa gegnt stöðum fjármála- og fjáröflunarstjóra en Sonja tekur nú við fjáröflunarhlutanum og Rakel heldur áfram utan um fjármálastjórn.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.